Síur í vinnuborði

Hægt er að hafa mismunandi sýn á vinnuborð vaktaáætlunar. Notandi stjórnar því hvaða gögn hann vill sjá í hvert sinn með því að nota síuglugga. Það sem valið er í síu er einnig sýnt í mönnunargrafi.

 

opna_fela_síuglugga.gif fela_opna_síu.gif

 Í flipanum "Aðgerðir" er því stýrt hvort síuglugginn sjáist eða ekki. Smellt er á myndina til að opna síuglugga og svo aftur til að loka honum.

 

Hér fyrir neðan myndina eru svæðin í síuglugga skilgreind.

 

siugluggi_stýringar.gif

 

 Skoða eftir síu eða allt

sia_syna_allt.gif Ef "allt" er valið er merkt við alla valmöguleika. Allt er sýnt í vinnuborðinu.

sia_nota_siu.gif Ef "eftir vali" er valið þá birtist það sem notandi hefur hakað við í síuglugganum í vinnuborði vaktaáætlunar.

 

Vaktir

Sýna   Ef hakað við sjást vaktir, ef hak tekið af sjást engar vaktir í vinnuborði.

Litir    Sjá nánar í "Litir á vöktum í vinnuborði"

 

Tegundir vinnu

Notandi hakar við þær tegundir vinnu sem hann vill sjá í vinnuborðinu. Vaktir sem hakað er við birtast í vinnuborðinu (og í mönnunargrafi). Vaktir sem ekki er hakað við birtast gráar í vinnuborðinu.

Þegar verið er að setja vaktir niður handvirkt birtast í hægri músarhnapp þær tegundir sem hakað er við hér.

 

Virkar

Ef starfsmaður er með vaktir á öðrum vaktaáætlunum þá birtist sían Virkar = Utan áætlunar.

Vaktirnar birtast sem gráir kassar með hvítum ferningi. Hvíti ramminn merkir að vaktin sé læst og ekki er hægt að breyta henni.

Ef hakað er við Utan áætlunar birtast þessar vaktir á vinnuborðinu eins og aðrar vaktir nema þær eru auðkenndar með grárri rönd efst á vaktinni.

Þessar vaktir telja upp í samtölur fyrir starfsmanninn og eru teknar með í villuleit á vöktum.

Þær eru ekki taldar með í mönnun.

 

Hæfniþættir og færnistig

Hér er hakað við þá hæfniþætti og þau færnistig sem  skoða á í vinnuborði vaktaáætlunar (og mönnunargrafi).

Þær vaktir sem hafa valda hæfniþætti og færnistig eru birtar í vinnuborðinu. Aðrar vaktir birtast gráar.

 

Vinna

Dagvinna

Ef hakað við þá birtist vinnutími dagvinnumanna í vinnuborði.

Birtis aðeins ef einhver dagvinnumaður er í vaktahópnum.

Ekki er hægt að ská almennar vaktir á dagvinnumenn.

Dagvinnumenn á vinnuborði eru auðkenndir með "dagv.".

Engin vinnuskylda birtist fyrir dagvinnumenn.

 

Tímafærslur:

Ef hakað við birtast tímafærslur út Stund í vinnuborði.

 

Óskir

Hér hakar notandi við þær tegundir óska sem hann vill sjá á vinnuborðinu.

 

Vaktir: Vaktaóskir starfsmanna sýnilegar í vinnuborði.

 

Frí: Fríóskir starfsmanna (hvenær þeir óska eftir að vera ekki settir á vaktir) sýnilegar í vinnuborði

 

Ekki í vinnu: Hvenær starfsmenn óska ekki eftir að vera settir á vaktir (á vikugrunni). Einnig eru fríhelgar starfsmanna birtar í vinnuborði. Fríhelgar eru fundnar út þannig að fundin er síðasta helgarvakt fyrir byrjun áætlunar (lesið 30 daga aftur í tímann) og út frá henni er reiknað út hvaða helgar starfsmaður á að vera í fríi miðað við tíðni helgarvakta í vaktastýringum starfsmanns.

 

 Leyfi: Sýna óafgreiddar leyfisóskir og leyfisóskir sem hefur verið hafnað.

 

Starfsmenn

Hér velur notandi hvaða starfsmenn hann vill sjá í vinnuborðinu.

Með vaktir - þá sjást aðeins þeir starfsmenn sem búið er að setja vaktir á.

Valin hæfni og... - þá sjást aðeins þeir starfsmenn sem hafa þá hæfni og færnistig sem hakað er við í hæfniþættir og færnistig.

Hægt er að raða starfsmönnum eftir nafni eða hæfniþætti í vinnuborðinu.

 

 

Hér á eftir eru myndir sem sýna dæmi um það hvernig stjórna má því hvað sýnt er í vaktaborði með síum.

Önnur myndin sýnir mynd þar sem sumar síur eru valdar en hin myndin sýnir vaktaborð þegar allar síur eru valdar.

 

 

Hér er valið:

Almennar vaktir. Vakt frá 08:00 - 16:00 þann 8.3. í vinnuborði (með rauðum hring) er grá vegna þess að hún er yfirvinnuvakt og sú tegund vinnu er ekki valin í "Tegund vinnu".

Allir vaktaflokkar

Aðeins einn hæfniþáttur

Allar óskir

Aðeins starfsmenn með valinn hæfniþátt. Það þýðir að eingöngu starfsmenn með vaktir á völdum  hæfniþætti sjást í vinnuborði. Aðrir starfsmenn sjást ekki.

 

Athugið að í mönnunargrafinu fyrir neðan vinnuborðið er sama val og er í síunni.