Hér er hlekkur á gátlista yfir það hvað þarf að hafa í huga við sjálfvirka vaktaáætlunargerð
Hægt er að gera vaktaáætlun sjálfvirkt í kerfinu fyrir almennar-og bakvaktir. Við sjálfvirka áætlunargerð er valið:
Tegund vinnu (almennar / bakvaktir )
Vaktatímabil
Vaktahópur
Þannig eru almennar vaktir lagðar sjálfvirkt fyrst, síðan velur vaktasmiðurinn að leggja vélrænt bakvaktir ef þarf.
Forsendur við lagninguna eru mismunandi því fyrir almennar vaktir verður að virða ákvæði í kjarasamningum um vinnutíma og hvíld á meðan að þess þarf ekki fyrir bakvaktir.
Sjálfvirk vaktaáætlun fyrir almennar vaktir er unnin út frá:
vaktastýringum
mönnunarþörf deildar
hæfni og færnisstigi starfsmanna
ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma
starfshlutfalli starfsmanns
samningum um fast vinnufyrirkomulag starfsmanna
samningi við starfsmenn um vinnutíma (utan vinnu)
vakta- og fríóskum starfsmanna
jöfnunarreglum um helgar- og næturvinnu (hlutfall á vikugrunni)
punktafjölda starfsmanna
skráðum leyfum
stöðu vinnuskyldu starfsmanns á hverjum tíma
Sjálfvirk vaktaáætlun fyrir aðrar tegundir vinnu er unnin út frá:
vaktastýringum
mönnunarþörf
hæfni og færnisstigi starfsmanna
samningi við starfsmenn um vinnutíma
hvenær starfsmaður er skráður á almenna vakt
jöfnunarreglum um nætur- og helgarvinnu
vakta- og fríóskum starfsmanna
Almennt gildir að ef stýring er ekki til á starfsmanni þá er notuð stýring á skipulagseiningu.
Skilgreina þarf eftirfarandi stýringar á starfsmanninn í viðveruhluta kerfisins Stund:
Vinnutímaskipulag( Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn vinnufyrirkomulag), taka þarf þar afstöðu til kaffitíma og bætingar.
Hvort starfsmaður vinni vaktir(Starfsmenn->Starfsmenn-> Nánar myndin)
Setja þarf vaktastýringar á starfsmann ef við á (Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn Vaktastýringar)
Tengja þarf þær leyfistegundir á starfsmann sem hann á rétt á,t.d. helgidagafrí (Starfsmenn->Leyfi)
Skilgreina þarf hæfniþátt og færnistig starfsmanns í starfsmannakerfinu.
Hægt er að :
Rúlla vöktum á starfsmenn með völdum rúllum