Í sjálfvirkri vaktaáætlanagerð er hægt að nota vaktarúllur til að rúlla vöktum sjálfvirkt. Ef valið er að nota allar rúllur þá eru allar skilgreindar vaktarúllur notaðar við að rúlla út vöktum. Ef búið er að tengja alla starfsmenn við rúllu þá er hægt að rúlla út öllum rúllum sem tengdar eru starfsmönnum í einni aðgerð.
Vaktasmiðir.
Í Vinnu. Velja Vaktir -> Vaktaáætlun -> Sjálfvirkni -> Rúllur
Skilgreina eftirfarandi stýringar á starfsmanninn í viðveruhlutanum Stund:
Vinnutímaskipulag( Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn vinnufyrirkomulag), á starfsmaður að fá greidda bætingu eða þarf að setja á hann helgidagafrí.
Setja "Já" í "Vinnur vaktir" (Starfsmenn->Starfsmenn-> Nánar myndin)
Setja þarf vaktastýringar á starfsmann ef við á (Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn Vaktastýringar)
Hæfniflokka starfsmann (gert í starfsmanna-launakerfi eða í Stund, fer eftir því hvaða launakerfi er notað).
Sjá einnig Rúlla vöktum á starfsmenn - valdar rúllur
Velja vaktaáætlun
Smella á "Rúlla út vöktum" í flipanum "Aðgerðir" (Mynd 1)
Velja “Allar rúllur” (Mynd 2)
Velja starfsmenn til að rúlla vöktum á (Mynd 3)
< ein píla > flytur valda starfsmenn
< tvær pílur > flytja alla starfsmenn. Ef valið er Allar rúllur og allir starfsmenn þá er vöktum rúllað á alla starfsmenn sem tengdir eru við rúllur.
Rúlla vöktum (Mynd 3).
Mynd 1. Vinnuborð vaktaáætlunar
Mynd 2. Valið að haka við "Allar rúllur".
Mynd 3. Starfsmenn valdir. Pílur á milli lista notaðar til að flytja á milli lista.
Listi yfir þá starfsmenn sem tengdir eru við rúllur birtist.
Þeir starfsmenn sem rúlla á vöktum á eru valdir vinstra megin á listanum og fluttir yfir í listann “Valdir starfsmenn” með því að smella á eina pílu. Ef velja á alla starfsmenn er smellt á hnappinn með mynd af tveimur pílum.
Þegar búið er að velja starfsmenn verður “Rúlla” hnappurinn virkur. Smellt er á hann og eru þá settar niður vaktir á valda starfsmenn samkvæmt þeim rúllum sem þeir eru tengdir við.