Færa tímafærslu á annan kostnaðarstað

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, launadeild.

 

Tilgangur

Breyta kostnaðarstað á vinnutíma eða tímafærslu. Yfirmaður þeirrar skipulagseiningar sem kostnaður er færður á þarf að samþykkja kostnaðarfærslu (sjá samþykkja tímafærslur).

 

Áður gert

Starfsmaður tengdur í VS

Tímafærsla skráð

Hvar og hvernig gert

Fara í Tímafærslur -> Tímafærslur eða Yfirfara -> Tímar.

Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja starfsmanninn sem breyta á kostnaðarstað tímafærslu hjá. Smella svo á "Nánar"  hnappinn og eða "+Kostn" hnappinn, breyta kostnaðarstað.

 

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Færa tímafærslur á annan kostnaðarstað

Tímafærslur -> Tímafærslur ->Kostnaðarfæra

Hægt að færa kostnað vegna álags og yfirvinnu á aðrar skipulagseiningar.

Hægt er að kostnaðarfæra bakvaktir á aðrar skipulagseiningar.

 

 

Færa tímafærslur á annan kostnaðarstað (Tímafærslur -> Tímafærslur -> Kostnaðarfæra)

 

Hægt er að breyta kostnaðarstað á vinnutíma og tímafærslum hjá öllum starfsmönnum.

 

Athugið - starfsmenn með sveigjanlegt vinnufyrirkomulag:

Ef verið er að kostnaðarfæra stimplun eða tímafærslu á vinnutíma þessara starfsmanna þá er öll stimplunin eða tímafærslan kostnaðarfærð  T.d. ef starfsmaður á að vinna 8 tíma og stimplunin gefur 2 tíma í yfirvinnu þá, ef stimplunin/tímafærslan er kostnaðarfærð, eru það 10 tímar sem eru kostnaðarfærðir (vinnutíminn 8 tímar væri einnig kostn.færður). Ef einungis á að kostnaðarfæra 2 tíma í yfirvinnu þá þarf að skipta stimpluninni upp og kostnaðarfæra þá færslu sem gefur 2 tíma.

Hægt er að kostnaðarfæra bakvaktir og útköll á þeim.

 

Ennfremur verður staða tímafærslu að vera "Ósamþykkt" og staða vinnutíma "Samþykkt".

 

Yfirmaður skipulagseiningar sem kostnaður er færður á samþykkir kostnaðaryfirfærsluna í samþykktaferli tímafærslna. Þær birtast með rauðum texta og gulum bakgrunni í yfirfara mynd tímafærslu.

 

Ef yfirmenn samþykkja ekki kostnaðarfærslu verður að senda tímafærslu aftur til upphaflegrar skipulagseiningar.

 

Veldu hnappinn +Kostn í yfirfara tímar.

 

kostn_faera_hnappur.gif

 

 

Haka þarf við þær færslur sem á að kostnaðarfæra.

Þegar kostnaðarstað er breytt birtist það í verkefnalista yfirmanns þeirrar skipulagseiningar sem kostnðarfært er á.

Einnig er hægt að láta Árvak senda tilkynningu um breytingu á kostnaðarstað í tölvupósti.

 

kostn_faera_margar.gif

 

Svæði

Lýsing

Kostnaðarstaður

Veldu kostnaðarstað úr fellilistanum

Uppfæra

Smelltu á uppfæra

 

Ef taka á kostnaðarstað af kostnaðarfærðri færslu þá er kostnaðarstaður settur sem ‘Veldu kostnaðarstað’ og þá fer kostnaðarstaðurinn af færslunni.

 

Það er líka hægt að kostnaðarfæra staka tímafærslu með því að fara í i_takn.gif táknið í dálkinum Nánar í tímafærslumyndinni.

Smella þar á hlekkinn kostnaðarfæra, velja kostnaðarstað og uppfæra.

 

kostn_faera_eina_faerslu.gif

 

 

Kostnaðarfærðar tímafærslur birtast með grænum bakgrunni í tímafærslumynd.

 

graen_kostnfaersla.gif

 

 

Aftur í gátlista