Starfsmaður getur ekki breytt tímafærslu sem yfirmaður hefur samþykkt.
Yfirmaður getur breytt samþykktri færslu aftur í ósamþykkta svo lengi sem færslan er ekki farin til launakerfis.
Næsti yfirmaður, launadeild.
Aðeins samþykktar tímafærslur eru fluttar yfir í launakerfið.
Hægt er að gera þetta á tvennan hátt:
1. Fara í ábyrgðasvið Yfirfara, aðgerðina Tímar (eða Tímar dagur). Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns og því tímabili sem skoða á tímafærslur yfir. Smella á nafn starfsmannsins. Smella á grátt S á þeirri færslu sem þú ætlar að samþykkja.
S verður þá rautt.
Þegar smellt hefur verið á "Vista" þá er búið að vista tímafærsluna sem samþykkta.
Þegar tímafærslan hefur verið samþykkt þá er ekki lengur hægt að breyta henni. Það verður fyrst að setja hana í stöðuna "Ó" áður en hægt er að breyta henni aftur.
Athugið að hægt er að S- eða Ó-merkja allar færslur í einu með því að smella "Ó" eða "S" aftan við "T" í dálkinum "Staða".
2. Fara í Tímafærslur, aðgerðina Tímafærslur. Hrinda af stað leit eftir þeim starfsmanni og því tímabili sem vinna á með. Velja starfsmanninn sem skoða á tímafærslur hjá. Smella svo á þá tímafærslu þar sem breyta á stöðunni á.
Þá opnast færslan.
Veldu "Samþykkt" úr valglugganum í" Staða færslu" og smelltu á "Vista" hnappinn. Tímafærslan er þá komin með stöðuna "Samþykkt" og ekki hægt að breyta henni nema setja hana í stöðuna "Ósamþykkt" .
Ekki er ætlast til að þessi vinnuleið sé notuð nema þegar breyta á einni og einni tímafærslu.