Skrá tímafærslu

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, launadeild.

 

Tilgangur

Leiðrétta og bæta við tímaskráningu.

 

Áður gert

Starfsmaður tengdur í VS.

Starfsmaður skráður með vinnufyrirkomulag.

 

Hvar og hvernig gert

Til þess að breyta / búa til tímafærslur lengra aftur í tímann en 90 daga þarf að hafa aðgangshlutverkið Launafulltrúi.

 

Fara í ábyrgðasvið tímafærslur, aðgerðina tímafærslur. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja starfsmanninn sem skrá á tímafærslu á.

Til að nýskrá tímafærslu má annað hvort smella á plus_takn.gif í dálkinum "Vinnutími" eða smella á hlekkinn plus_hnappur_timar.gif. Hnappurinn er notaður ef starfsmaður á ekki vinnuskyldu og bæta þarf við færslu í tímafærslumyndina.

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Bæta við tímafærslu

Tímafærslur -> Tímafærslur -> Bæta við vinnutíma/Bæta við tímaskráningu

Hægt er að bæta við tímafærslum hjá starfsmönnum handvirkt

 

 

Bæta við tímafærslu (Tímafærslur -> Tímafærslur -> Skrá tímafærslu)

 

timafaerslanyskra.gif

 

 

Svæði

Lýsing

Dagsetning stimplunar

Veldu dagsetningu þess dags sem breyta á tímastimplunum á. Kemur autt ef smellt er á hnappinn Tímar en með viðkomandi dagsetningu ef smellt er á plúsinn bakvið vinnutíma.

Leiðrétt stimplun inn/út

Leiðréttu inn- og/eða útstimplun

Útkall

Er tímafærslan útkall. Reiknast ekki sem útkall nema hakað sé í þetta svæði.

Fjarvist/viðverutegund

Veldu úr fellilistanum ef við á

Merking stofnunar

Merkingar sem stofnun skilgreinir til að geta flokkað tímafærslur.

Merking skipulagseiningar

Merkingar sem skipulagseining skilgreinir til að geta flokkað tímafærslur

Skýring

Settu inn skýringu ef við á, ekki er hægt að flokka þær.

Staða færslu

Er færslan samþykkt, ósamþykkt hafnað eða í bið.

 

Aftur í gátlista