Breyta eða eyða samþykktri tímafærslu

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, launadeild.

 

Tilgangur

Breyta og lagfæra tímafærslur sem búið er að samþykkja

 

Áður gert

Starfsmaður tengdur í VS.

Tímafærsla skráð.

Tímafærsla samþykkt

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið "Yfirfara", aðgerðina "Tímar" eða "Tímar dagur". Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja starfsmanninn sem breyta á tímafærslu hjá. Finna færsluna sem á að breyta og breyta stöðu hennar í "Ó". Vista breytingu á stöðu.

Þá er hægt að breyta/eyða færslunni annaðhvort í "Yfirfara -> Tímar", "Yfirfara ->Tímar dagur" eða fara í Tímafærslur->Tímafærslur

 

Breyta stöðu á tímafærslu(Yfirfara->Tímar->Finna starfsmann)

Leitarmynd í Yfirfara-> Tímar. Smella þarf á nafn starfsmannsins til að komast inn í tímafærslurnar hans.

 

yfirfara_timar_leitarmynd.gif

 

Breyta / eyða tímafærslu sem búið er að setja í stöðuna Ó (Yfirfara->Tímar->Allar)

 

Fyrst þarf að smella á gráa Ó-ið.

 

osamthykkja_timafaerslu.gif

 

Þá verður Ó-ið rautt. Fyrir framan vista hnappinn sést fjöldi óvistaðra stöðufærslna.

Smella þarf á vista hnappinn til að ný staða taki gildi.

 

vista_o_merkta_timafaerslu.gif

 

Þegar búið er að setja tímafærsluna í stöðuna ósamþykkt þá eru stimplanahlekkirnir orðnir virkir og hægt að smella á þá til að breyta eða eyða tímafærslu.

 

osamthykkt_timafaersla.gif