Næsti yfirmaður, launadeild. Starfsmaður getur sjálfur skráð fjarvistir í sjálfsþjónustu.
Gera grein fyrir fjarveru starfsmanns frá vinnuskyldu.
Vera búinn að tengja starfsmann í VS
Hægt að fara í
Tímafærslur ->Tímafærslur
Yfirfara -> Tímar
Yfirfara -> Tímar dagur
Veldu þá tímafærslu sem skrá skal fjarvist á. Það er hægt með því að annað hvort smella á plúsinn fyrir aftan vinnutíma eða tímafærslu (stimplun).
Aðgerð |
Vinnuleið |
Skýring |
Tímafærslur |
Sjá yfirlit yfir tímafærslur á ákveðnu tímabili. |
|
Tímafærslur -> Nýskrá |
Velja tímaskráningarhnappinn eða nýskráningarhnappinn í vinnutímadálkinum.
|
Skrá fjarvist (Tímafærslur -> Nýskrá/Breyta)
Í skráningarglugganum er sú fjarvistartegund sem á að nota valin úr vallista.
Ef ekkert birtist í vallistanum eða það vantar einhverjar fjarvistategundir þá er líklegast að:
Fjarvistategundir hafa ekki verið skilgreindar í stýringum. Sjá nánar hér.
2. Viðkomandi starfsmaður hefur ekki nægilega hátt skráningarleyfi til að skrá fjarvist. Sjá nánar hér.
Hver starfsmaður hefur skilgreint skráningarleyfi í myndinni Starfsmaður -> Starfsmaður.
Hver fjarvistartegund hefur einnig skilgreint skráningarleyfi. Skráningarleyfi starfsmanns má ekki vera lægra en það skráningarleyfi sem fjarvistartegundin hefur, þá hefur hann ekki leyfi til að skrá hana og hún birtist ekki í vallista.
Dæmi:
Starfsmaður hefur skráningarleyfi 2 en fjarvistartegundin er með skráningarleyfi 3.
Til að viðkomandi starfsmaður geti skráð fjarvistartegundina þarf að hækka hans skráningarleyfi í 3 eða lækka skráningarleyfi á fjarvistartegundinni.
3. Ef skrá á fjarvist sem tengd er leyfisréttindum á starfsmann þá verða viðkomandi leyfisréttindi að vera tengd á starfsmanninn annars birtast þau
ekki í vallista fjarvistategunda.
Dæmi:
Starfsmaður á rétt á að safna sér inn leyfisrétti vegna uppsafnaðrar yfirvinnu. Til þess að hægt sé að skrá úttekt á þessa leyfistegund þá þurfa þessi leyfisréttindi að vera tengd við starfsmanninn (Starfsmaður->Leyfi).
Ef svo er ekki þá birtist viðkomandi fjarvistategund ekki í vallista fjarvistategunda.
Svæði |
Lýsing |
Dagsetning stimplunar |
Veldu dagsetningu þess dags sem breyta á tímastimplunum á. |
Leiðrétt stimplun inn/út |
Leiðréttu inn- og/eða útstimplun. |
Fjarvist/viðverutegund |
Veldu úr fellilistanum. |
Merking stofnunar |
Velja merkingu stofnunar úr vallista ef við á. |
Merking skipulagseiningar |
Velja merkingu skipulagseiningar úr vallista ef við á. |
Staða færslu |
Staða tímafærslunnar. |
Skýring |
Settu inn skýringu ef við á. |