Fjarvistategundir

Hér er haldið utanum allar fjarvistategundir sem til eru í kerfinu.

Allar fjarvistir eru skráðar með fjarvistarkóda. Þetta tryggir að réttir tímaútreikningar séu sendir til launakerfis. Þegar fjarvist hefur verið skráð á starfsmann er ekki hægt að skrá á hann vakt á sama tíma eða handskráða stimplun/tímafærslu.

 

Stýringar á fjarvistategundum sem hafa áhrif á útreikning á tímafærslum:

Fjarvistartegundir geta haft nokkrar stýringar fyrir útreikning á tímum starfsmanna.

 

Réttindi ávinnast í fjarveru:

Segir til um það hvort leyfisréttindi og veikindaréttindi teljast meðan að fjarvistategund er skráð.

Dæmi:  Réttindi reiknast þegar starfsmaður er skráður í orlof eða veikindi. Réttindi reiknast ekki ef starfsmaður er skráður með óheimila fjarvist.

 

Reiknast einungis á vinnuskyldu:

Stýrir því hvort fjarvistategund reiknist á vinnuskyldu eða alla skipulagða vinnu.

Dæmi: Orlof reiknast á vinnuskyldu en veikindi á alla skipulagða vinnu.

 

Reikna álag:

Stýrir því hvort reikna eigi þau álög (t.d. vaktaálag) á vinnutíma sem starfsmaður ætti að fá ef hann mætti til vinnu.

Álag er reiknað á veikindaskráningar en ekki leyfisskráningar.

 

Reikna kaffitíma vaktavinnumanna:

Stýrir því hvort vaktavinnumaður fái greidda fasta kaffitíma í fjarvist.

Dæmi: Í fjarvist vegna veikinda barns eru kaffitímar ekki greiddir, en í fjarvist vegna veikinda starfsmanns eru kaffitímar greiddir.

 

Flokkur fjarvista :

Flokkur fjarvista hefur einungis áhrif á útreikning út úr stökum tímafærslum ef fjarvistin sem skráð er tilheyrir flokknum óleyfileg fjarvist. Þá er dregið af starfsmanni sá tímafjöldi sem er skráður á þeirri launategund og hægt er að skrá inn margföldunarstuðul á frádrættinum.

 

Skráningarleyfi fjavistategundar stýrir því hvaða starfsmenn hafa leyfi til að skrá fjarvistina. Skráningarleyfi er skráð niður á starfsmanninn.

Hver framkvæmir

Launafulltrúar í VinnuStund.

 

Tilgangur

Viðhalda fjarvistategundum í Stund

 

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Stýringar, aðgerðina Fjarvistartegund. Velja fjarvistategund  til að vinna með.

 

Mögulegar aðgerðir (Aðgerðirnar eru hlekkir til að komast beint í nánari upplýsingar um þær)

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Skoða fjarvistategund

Stýringar -> Fjarvistartegund

Skoða nánar valda fjarvista/viðverutegund

Skrá fjarvistategund

Stýringar-Fjarvistategund -> Nýskrá

Bæta við fjarvista/viðverutegund

Breyta/eyða fjarvistategund

Stýringar -> Fjarvistartegund -> Breyta

Breyta eða bæta við fjarvista/viðverutegund

 

 

 

Skoða fjarvistartegund(Stýringar -> Fjarvistartegund)

 

Listi yfir þær fjarvistartegundir sem eru á skrá birtist.

Sú fjarvistartegund sem skoða á nánar er valin úr listanum með því að smella á  heiti hennar.

Dálkarnir geyma stýringar fjarvistategundar.

 

skoda_fjarvistartegund.gif

 

 

 

Skrá fjarvistartegund(Stýringar -> Fjarvistartegund -> Nýskrá)

 

Þegar smellt er á plúsinn efst í hægra horni myndarinnar Stýringar->Fjarvistategund opnast skráningarmynd fjarvistategundar.

 

nyskra_fjarvistartegund.gif

 

Skýring á svæðum í skráningarmynd.

 

Svæði

Skýring

Heiti

Skammstöfun  á fjarvistartegund

Lýsing

Nánari lýsing á fjarvistartegund

Í gildi

Hægt er að taka fjarvistartegund úr gildi.

Flokkur

Fjarvistartegund tilheyrir ákveðnum flokki. Flokkar fjarvista eru skilgreindir miðlægt.

Skráningaleyfi

Stýrir því hvaða fjarvistartegundir starfsmaður má skrá. Starfsmaður má skrá fjarvistategundir með lægra eða sama skráningarleyfi og skráningarleyfi viðkomandi starfsmanns.

Í Upplýsingum um starfsmann er hægt að sjá hvaða skráningaleyfi hann hefur.

Yfirmaður starfsmanns gefur starfsmanni skráningarleyfi.

Réttindi ávinnast í fjarveru

Hvort leyfisréttindi ávinnist í fjarveru

Reiknast einungis á vinnuskyldu

Hvort fjarvist reiknist á vinnuskyldu eða alla skipulagða vinnu.

Reikna álag

Á að reikna álag í fjarveru

Reikna kaffitíma vaktavinnumanna

Á vaktavinnumaður að fá greidda kaffitíma í fjarveru

Launategund

Hvaða launategund á að tengja við fjarvistartegund (ef við á)

Veikindaréttur

Hvaða veikindaréttur er tengdur fjarvistartegund (ef við á)

Leyfistegund

Hvaða leyfistegund er tengd fjarvistartegund (ef við á)

Má óska leyfis

Má starfsmaður óska eftir leyfi/fjarvist í leyfisóskum

Litur

Hægt að setja mismunandi lit á fjarvistir, sést í yfirfara fjarvistir.

 

 

 

Breyta/eyða fjarvistartegund(Stýringar -> Fjarvistartegund -> Breyta)

 

Farið í Stýringar -> Fjarvistartegund og valin sú fjarvistategund sem vinna á með.

Ekki er hægt að eyða fjarvistategund ef hún hefur verið notuð í tímaskráningu. Einnig er aðeins hægt að breyta þeim svæðum sem ekki eru óvirk.

Það er hægt að taka hana úr gildi.

 

 

breyta_fjarvistartegund.gif

 

Svæði

Skýring

Heiti

Nafn á fjarvistartegund

Lýsing

Nánari lýsing á fjarvistartegund

Í gildi

Hægt að taka fjarvistartegund úr gildi

Flokkur

Fjarvistartegund tilheyrir ákveðnum flokki

Skráningaleyfi

Stýrir því hvaða fjarvistartegundir starfsmaður má skrá. Starfsmaður má skrá fjarvistategundir með lægra eða sama skráningarleyfi og skráningarleyfi viðkomandi starfsmanns.

Í Upplýsingum um starfsmann er hægt að sjá hvaða skráningaleyfi hann hefur.

Yfirmaður starfsmanns gefur starfsmanni skráningarleyfi.

Réttindi ávinnast í fjarveru

Hvort leyfisréttindi ávinnist í fjarveru

 

Reiknast einungis á vinnuskyldu

Hvort fjarvist reiknist á vinnuskyldu eða alla skipulagða vinnu.

Reikna álag

Á að reikna álag í fjarveru

Reikna kaffitíma vaktavinnumanna

Á vaktavinnumaður að fá greidda kaffitíma í fjarveru

Launategund

Hvaða launategund á að tengjast við fjarvistartegund

Veikindaréttur

Hvaða veikindaréttur er tengdur fjarvistartegund

Leyfistegund

Hvaða leyfistegund er tengd fjarvistartegund

Má óska leyfis

Má starfsmaður óska eftir leyfi/fjarvist í leyfisóskum

Litur

Hægt að setja mismunandi lit á fjarvistir, sést í yfirfara fjarvistir.