Starfsmenn hafa rétt til leyfis eins og kjarasamningur þeirra kveður á um.
Leyfisréttindi eru skilgreind miðlægt og tengdir við kjarasamninga starfsmanna.
Yfirmenn þurfa að virkja sértæk leyfisréttindi við starfsmenn. Þetta eru leyfisréttindi sem gilda ekki fyrir alla starfsmenn sem eru á kjarasamningi.
Dæmi: Röntgenfrí, Geðdeildarfrí, Uppsöfnuð yfirvinna, Helgidagafrí.
Starfsmenn geta fylgst með stöðu leyfa í sjálfsafgreiðslu, bæði ávinnslu og úttekt.
Starfsmenn óska eftir leyfum í sjálfsafgreiðslu sem síðan fer til samþykktar hjá yfirmanni.
Ósk um leyfi kemur fram á verkefnalista yfirmanns.
Yfirmaður fer yfir leyfisóskir í Yfirfara->Leyfisóskir.
Í Yfirfara -> Fjarvistir getur yfirmaður séð allar leyfisóskir og leyfisskráningar saman og þannig tekið afstöðu til hvort hann samþykkir leyfisósk að öllu leyti, að hluta eða hafnar henni.
Við samþykkt á leyfi skráist fjarvist á starfsmann á tímabili leyfis.
Fjarvistarskráning kemur til minnkunar á leyfisrétti starfsmanns.