Starfsmaðurinn sjálfur, næsti yfirmaður eða launadeild.
Starfsmaður getur sett inn sína ósk um leyfi. Yfirmaður tekur afstöðu til leyfisóska og samþykkir eða hafnar óskinni.
Vera búinn að tengja starfsmann í VS
Ef starfsmaðurinn er að óska eftir leyfi þá gerir hann það í gegnum sjálfsþjónustuna. Ef næsti yfirmaður eða launadeild ætla að skrá leyfi fyrir starfsmann þá er farið í ábyrgðasvið Yfirfara, aðgerðina Fjarvistir eða Tímafærslur -> Tímaskráning. Hrinda af stað leit eftir nafni eða kennitölu starfsmanns. Velja starfsmanninn sem skrá á leyfi á. Skrá leyfið.
Gátlisti: (Aðgerðirnar eru hlekkir til að komast beint í nánari upplýsingar um þær)
Aðgerð |
Vinnuleið |
Skýring |
Skrá leyfisósk
|
Sjálfsþjónusta -> Leyfi -> Leyfisóskir -> Nýskrá
|
Starfsmaður þarf að sækja um að fá að fara í leyfi, leyfisóskin er svo samþykkt af yfirmanni. |
(yfirmaður) |
Yfirfara -> Fjarvistir Tímafærslur -> Tímaskráning |
Yfirmaður eða launadeild getur skráð leyfi á starfsmenn. |
Skrá leyfisósk (Sjálfsþjónusta->Leyfi->Leyfisóskir)
Starfsmenn sjálfir geta sett inn óskir um leyfi eða fjarvistir. Starfsmenn geta aðeins sótt um þau leyfi sem þeir eiga rétt á samkvæmt kjarasamningi. Hægt er að óska eftir þeim fjarvistum sem leyfilegt er að óska eftir (skráð í fjarvistastýringum).
Hægt er að setja inn óskir yfir tímabil en einnig er hægt að óska eftir leyfi hluta úr degi.
Starfsmaður getur aðeins skráð og eytt leyfisósk. Yfirmaður getur ekki eytt út leyfisósk starfsmanns.
Eftir að yfirmaður hefur samþykkt eða hafnað ósk starfsmanns getur starfsmaður ekki breytt henni nema yfirmaður setji hana aftur í stöðuna "Í vinnslu".
Smelltu á nýskrá hnappinn til að skrá inn nýja ósk um leyfi/fjarvist.
Alltaf þarf að setja inn dagsetningu.
Hægt er að óska eftir leyfi hluta úr degi, þá þarf að setja inn tíma frá og tíma til. Ef óskað er eftir leyfi hluta úr degi er aðeins hægt að setja inn ósk fyrir einn dag.
Velja þarf tegund leyfis eða fjarvist úr vallista.
Í vallista birtast öll þau leyfisréttindi sem tengd eru á starfsmann og þær fjarvistategundir sem leyfilegt er að óska eftir fjarvist á.
Hægt er að óska eftir að fá senda tilkynningu í tölvupósti.