Næsti yfirmaður.
Fara yfir tímafærslur undirmanna og athuga hvort þær séu réttar, áður en þær eru samþykktar og sendar til launakerfis.
Fara í ábyrgðasvið "Yfirfara", aðgerðina "Tímar". Leita að starfsmanni/starfsmönnum sem skoða á tíma hjá. Smella á viðeigandi tengil til að fara í tímafærslumynd.
Hægt er að takmarka leitina með því að velja ákveðið tímabil, ásamt því að slá inn nafn, kennitölu og/eða velja skipulagseiningu.
Leitin skilar lista yfir alla starfsmenn sem uppfylla leitarskilyrði og sýnir hún eftirfarandi upplýsingar:
Nafn starfsmanns.
Kennitala starfsmanns.
Númer starfs.
Vinnuskylda á tímabili.
Launategundadálkar (0 eða fleiri, fer eftir tímum starfsmanna sem leitin skilaði) sem sýna fjölda tíma af ákveðinni tegund sem starfsmaður á á völdu tímabili, til dæmis:
tímar unnir á stórhátíðardegi (Stórh),
yfirvinnutímar (Yfirv),
o.fl. tegundir sem eru skilgreindir hjá hverri skipulagseiningu fyrir sig.
Dálkar sem sýna skiptingu heildartíma starfsmanns á völdu tímabili í 5 stöður. Stöðurnar eru:
ósamþykkt,
samþykkt,
hafnað,
bið,
læst
Samþykkja - hlekkur sem birtist ef starfsmaður er með ósamþykktar færslur, með því að smella á hann opnast tímafærslumynd viðkomandi starfsmanns (yfirfara - tímar).
Þegar smellt hefur verið á nafn starfsmannsins í lista birtist eftirfarandi mynd sem sýnir allar tímafærslur starfsmannsins yfir valið tímabil:
Þessi mynd er mjög svipuð tímafærslumyndinni sem starfsmaðurinn sjálfur
sér (Sjálfsþjónusta -> Tímafærslur)
en hér hefur yfirmaður möguleika á að gera
ýmsar breytingar, meðal annars breyta stöðu færslna.
Í dálkinum "Staða" eru fjórir hnappar (einn fyrir hverja stöðu):
ósamþykkt
samþykkt
hafnað
í bið
Auk þess eru færslur sem sendar hafa
verið til launakerfis merktar með L og er ekki hægt að breyta þeim.
Yfirmaður velur nýja stöðu fyrir hverja tímafærslu fyrir sig (fyrir utan
L færslur) og verður breytt staða rauð á litinn þar til hún hefur verið
vistuð.
Breytt er um stöðu með því að smella á viðkomandi stöðu tákn.
Einnig er hægt að samþykkja/ósamþykkja allar færslur í einu með því að smella á Ó eða S táknið í dálkinum Staða>Tímar
Það stöðutákn sem er með bláum bakgrunni er sú staða sem er í gildi. Bakgrunnur stöðu verður rauður þegar breytt hefur verið um stöðu og ekki er búið að vista. Um leið og vistað er þá verður bakgrunnur gildrar stöðu blár.
Grár bakgrunnur er óvirk staða.
Fjöldi óvistaðra færslna er birtur með rauðum texta.
Fyrir ofan dálkinn birtist rauður texti "óvistaðar stöður" sem
telur hversu mörgum stöðum hefur verið breytt. Til að vista breytingarnar
er ýtt á "Vista" hnappinn. Einnig kemur aðvörun ef farið er
úr síðu án þess að vista breyttar stöður:
Smellt er á "OK" til að vista breytingar, "Cancel"
til að hætta við og fara af síðu.
Yfirmaður getur einnig breytt og bætt við tímafærslum hjá starfsmanni,
skráð athugasemdir o.fl. Sjá kaflann
"Skoða og breyta tímauppgjöri starfsmanna".