Skrá athugasemd við tímafærslu

Hægt er að bæta við athugasemdum eða breyta þeim. Athugasemdir eru:

 

aths.gif  Engin tímaathugasemd

image71.gif  Engin vinnutímaathugasemd

image72.gif  Ólesin vinnutíma-/tíma- athugasemd

image73.gif  Lesin vinnutíma-/tíma- athugasemd

 

Einungis er hægt að breyta athugasemdum ef þær hafa ekki verið lesnar.

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, launadeild.

 

Tilgangur

Yfirmaður skráir athugasemdir sínar við vinnutíma eða tímafærslu starfsmanns.

Starfsmaðurinn getur skráð sínar athugasemdir í sjálfsþjónustu.

Þetta er samskiptaleið á milli yfirmanna og almennra starfsmanna.

 

Áður gert

Starfsmaður tengdur í VS

Tímafærsla skráð

 

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur, aðgerðina Tímafærslur. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja starfsmanninn sem gera skal athugasemd við tímafærslu hjá. Smellt á athugasemdahnappinn fyrir aftan vinnutímann til að skrá athugasemd.

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Skrá athugasemd við tímafærslu

Tímafærslur -> Tímafærslur -> Athugasemdir -> Skrá athugasemd

Yfirfara -> Tímar/Tímar dagur ->

Athugasemdir -> Skrá athugasemd

Yfirmaður getur skráð athugasemdir við vinnutíma eða tímafærslur starfsmanna.

 

 

Skrá athugasemd við tímafærslu (Tímafærslur -> Tímafærslur->Athugasemdir->Skrá athugasemd)

 

Blár bakgrunnur á athugasemd merkir tímaathugasemd en grár vinnutímaathugasemd.

Um leið og komin er stimplun eða tímafærsla verður bakgrunnurinn blár og eftir það er skráð tímaathugasemd.

 

timafaersluraths.gif

 

Eftir að smellt hefur verið á athugasemdartáknin birtist skráningargluggi athugasemdar. Þar er athugasemdin skráð og  vistuð.

Eftir að yfirmaður hefur skráð inn athugasemd þá birtist hún með rauðum athugasemdarbakgrunni í sjálfsþjónustu starfsmanns. Eftir að starfsmaður hefur lesið athugasemdina með því að smella á hana verður bakgrunnurinn grænn.

 

skraathugasemd.gif

 

Svæði

Lýsing

Athugasemd

Skráðu athugasemdina í reitinn

Vista

Athugasemdin vistuð

 

Aftur í gátlista