Vaktahluti

Vaktaáætlun er vinnuskipulag vaktavinnumanna.

 

Í vaktaáætlanahlutanum er hægt að gera vaktaáætlun sjálfvirkt, útfrá óskum starfsmanna, handvirkt eða samkvæmt vaktarúllum.

 

Hægt er að nota aðferðirnar að ofan í bland. Þannig má hugsa sér að byrjað sé á að rúlla út föstum vaktarúllum, síðan séu vaktaóskir starfsmanna keyrðar inn og að lokum sé restin lögð vélrænt eftir mönnunarþörfum deilda. Einstaka vaktir má leggja handvirkt t.d. við síðustu lagfæringar sem gerðar eru áður en áætlun er gefin út.

 

Vaktaáætlun er gerð fyrir vaktahóp, tegund vinnu, hæfni og færni starfsmanna og mönnunarþörf deilda.

 

Sjá nánar :

 

Forsendur og stýringar vakta

Flæðirit sem lýsir ferli við gerð vaktaáætlunar

Almennt um vaktarúllur

Gera vaktaáætlun