Myndin að neðan sýnir ferli við gerð vaktaáætlunar. Vaktaáætlun er gerð fyrir ákveðið tímabil og vaktahóp. Staða vaktaáætlunar lýsir því á hvaða stigi vinna við vaktaáætlun er.
Ekki er nauðsynlegt að fara í gegnum öll stigin eins og lýst er að neðan.
Ferlið fer eftir því hvaða aðferðum er beitt við vaktaáætlunargerð. Þannig geta starfseiningar ákveðið að nota ekki vaktaóska fyrirkomulag kerfisins og tengja vaktarúllur á alla starfsmenn. Þannig starfseining myndi stofna vaktaáætlun, setja í stöðuna Í vinnslu, rúlla út vöktum og að lokum breyta stöðu vaktaáætlunar í Samþykkt. Þar með er vaktaáætlunin tilbúin.
Staða áætlunar
|
Skýring |
Óskir |
Starfsmenn setja fram vaktaóskir (fríóskir) í sjálfsþjónustu. Áður en starfsmenn setja fram vaktaóskir þarf vaktasmiður að rúlla út vaktarúllum ef einhverjar eru. |
Í vinnslu |
Vaktasmiður tekur vaktaáætlun til sín og vinnur uppkast að áætlun. Starfsmenn sjá ekki vaktaáætlun í sjálfsþjónustu |
Uppkast |
Vaktasmiður er kominn með uppkast af áætlun, starfsmenn sjá áætlun í sjálfsþjónustu og geta gert athugasemdir við hana. |
Samþykkt |
Vaktasmiður hefur lokið vinnu við vaktaáætlun og gefur hana út. Starfsmenn sjá samþykkta vaktaáætlun í sjálfsþjónustu. Vaktir birtast í tímauppgjörsmyndum starfsmanna. |