Tímafærslur

Starfsmaður getur skoðað tímafærslur sínar og breytt þeim.

Hver framkvæmir

Starfsmaðurinn sjálfur.

 

Tilgangur

Svo starfsmaður geti fylgst með tímafærslum sínum og lagað þær.

 

Áður gert

Vera búinn að tengja starfsmann í VS

 

Hvar og hvernig gert

Velja Tímafærslur í sjálfsþjónustu.

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Skoða tímafærslur

Tímafærslur

 

Skrá tímafærslu

Tímafærslur -> Tímaskráning

Ef gleymst hefur að stimpla inn eða þá starfsmaður hefur verið að vinna á stað þar sem ekki er stimpilklukka.

Breyta tímafærslu

Tímafærslur -> Breyta

Hægt er að breyta tímafærslum sem eru nú þegar skráðar.

Bæta við/breyta athugasemdum

Tímafærslur -> Athugasemdamynd

Svo starfsmaður geti skráð athugasemdir við tíma og fengið þær sendar til yfirmanns, ef hann vill koma athugasemdum um tímaskráningu til yfirmanns.

Skoða vinnutíma nánar

Tímafærslur -> Nánar

Hér er hægt að sjá niðurbrot á útreikningi tímafærslunnar.

Skrá aukatíma

Tímafærslur ->Aukatími

Hér eru aukatímar skráðir. Smellt er á  táknið til að skrá aukatíma.

Skoða breytingasögu

Tímafærslur -> Nánar -> Skoða breytingasögu

Listi yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á tímafærslunni.

 

 

Skoða tímafærslur (Tímafærslur)

 

sjalfsth_timafaerslur.gif

 

 

Svæði

Lýsing

Vikud

Vikudagur sem vinnutími hefst á.

Dags hefst

Á hvaða dagsetningu hófst vaktin/vinnutíminn.

Vinnutími

Sá vinnutími sem starfsmaður á að vinna. Fyrir vaktavinnumenn birtist vaktatími, fyrir dagvinnumenn með fastan vinnutíma og dagvinnumenn með vinnuskyldu utan dagvinnumarka þá birtist upphafs- og lokavinnutími.

Fyrir dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma þá birtist vinnuskylda í klst.

Liturinn segir til um hvort um vinnuskyldu, yfirvinnuvakt, bundna vakt eða bakvakt sé að ræða.

Smelltu á plus_takn.gif til að handskrá tímafærslu fyrir valinn dag.

Aths

Smelltu á aths.gif til að fara í athugasemdamynd.

Athugasemdahnappurinn getur verið í þremur litum.

Blár þýðir að engar athugasemdir hafa verið skráðar við tímafærsluna, rauður að yfirmaður hefur skráð athugasemd við tímafærsluna sem starfsmaður á eftir að lesa og grænn hnappur sýnir að athugasemdir hafa verið gerðar við tímafærsluna og hafa þær verið lesnar.

Þegar starfsmaður skráir athugasemd þá sér yfirmaður strax að það bíður hans athugasemd.

Stimplun

Hér birtist stimplun úr jaðartæki, t.d. klukku. Upphafleg stimplun er alltaf geymd í kerfinu.

Ef stimpluninni er breytt verður til tímafærsla en upphaflega stimplunin er samt sem áður geymd.

Tímafærsla

Kemur inn þegar átt hefur verið við stimplunina.

Reikniforsendur

Sá tími sem notaður er við útreikning til launa.

Heildart

Heildartímafjöldi yfir daginn.

Fjarv.teg/Aukat

Kódi yfir fjarvistartegund eða aukatíma sem er settur inn þegar tímafærsla er skráð.

Tímafj

Kemur með fjarvista-/viðverutegund.

Merking/skýring

Tímamerkingar stofnunar / skipulagseiningar

Staða V = staða vaktar

Staða T = staða tímafærslu

Færsla getur haft mismunandi stöður:

O: ósamþykkt

S: samþykkt

H: hafnað

B: í bið

Launategundir

Tímafærslunni skipt upp í launategundir.

Nánar

Smelltu á i_icon.gif til að fá nánari upplýsingar um tímafærsluna og skoða útreikning hennar.

 

 

Aftur í gátlista

 

 

Skrá tímafærslu (Tímafærslur -> Nýskrá)

 

Hægt er að skrá tímafærslu með því að smella á plúsinn við hliðina á dálkinum vinnutími, þá kemur dagsetning og vinnutími upp í skráningarglugganum.

Ef ekki er til vinnutími er smellt á hnappinn timaskraning_hnappur.gif.  Þá birtast dagsetningar og stimplunarsvæðin auð.

 

shalfsth_nyskra_timafaerslu.gif

 

 

Svæði

Lýsing

Dagsetning stimplunar

Veldu dagsetningu þess dags sem breyta á tímastimplunum á.

Leiðrétt stimplun inn/út

Leiðréttu inn- og/eða útstimplun.

Fjarvistartegund

Veldu úr fellilistanum ef við á.

Merking stofnunar

Tímamerkingar stofnunar.

Merking skipulagseiningar

Tímamerkingar skipulagseiningar.

Skýring

Settu inn skýringu ef við á.

 

Aftur í gátlista

 

 

Bæta við/breyta athugasemdum (Tímafærslur -> Nánar)

 

Til að fá upp skráningarglugga athugasemdar er smellt á athugasemdartáknið í dálkinum Aths.

 

sjalfsth_athugasemdir.gif

 

 

lightbulb.gifSenda þarf yfirmanni athugasemd ef að kostnaðarfæra þarf vinnu á aðra skipulagseiningu(deild).

 

ATH. ekki er hægt að breyta/eyða athugasemd ef hún hefur verið lesin.

 
 

 

Aftur í gátlista

 

Skoða breytingasögu (Tímafærslur -> Nánar -> Breytingasaga)

 

Til að komast í að skoða breytingasögu tímafærslna er farið í útreikningsmynd tímafærslunnar (smellt á i_icon.gif táknið í dálkinum Nánar). Í útreikningsmyndinni er smellt á hlekkinn Breytingasaga hægra megin á myndinni.

 

breytingasaga_sjalfsthjonusta.gif

 

 

Eyða fjarvistum yfir tímabil (Tímafærslur ->Fjarvistir)

 

Smelltu á hnappinn fjarvist_hnappur.gif til að eyða fjarvistum yfir tímabil. Þá birtist glugginn sem sýndur er hér fyrir neðan.

Veldu fjarvistartegund/aukatíma úr vallista, passaðu að tímabilið sé rétt og smelltu á Eyða hnappinn. Þar með eyðir þú valinni fjarvistartegund yfir ákveðið tímabil.

Ef eyða á fjarvist yfir einn dag þá er smellt á tímafærsluna og síðan smellt á eyða hnappinn.

 

 

eyda_fjarvistum_timabil.gif

 

 

Aftur í gátlista