Gera athugasemd við vakt á ósamþykktri vaktaáætlun

Í vaktaáætlunum sem eru í stöðunni uppkast birtist athugasemdamerkið við hlið tímaskráninganna. Hægt er þá að smella á það og skrá athugasemd á færsluna sem verður send til yfirmanns.

Frestur til athugasemda má ekki vera liðinn.

Hver framkvæmir

Starfsmaðurinn sjálfur.

Tilgangur

Starfsmaður getur skráð athugasemdir við vaktir sem yfirmaðurinn sér síðan í vaktakerfinu, t.d. sé hann ekki sáttur við einhverja vaktina.

Ólesnar athugasemdir koma fram í verkefnalista yfirmanns.

Áður gert

Vera búinn að tengja starfsmann í VS

Starfsmaður er í vaktahóp

Búið að setja vaktir á starfsmann

Hvar og hvernig gert

Fara í Vaktir í sjálfsþjónustu, velja vaktaáætlun sem hefur stöðuna uppkast.

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Velja vakt sem gera skal athugasemd við

Vaktaáætlun -> Vaktaáætlun -> Athugasemd

Smella á athugasemdamerkið fyrir aftan þá færslu sem skal gera athugasemd við. Ef merkið er rautt, þá hefur nú þegar verið gerð athugasemd við færsluna.

Skrá athugasemd

Vaktaáætlun -> Vaktaáætlun -> Athugasemd -> Nýskrá

Skrá athugasemd á vaktina, verður send til yfirmanns.

 

Leit að vaktaáætlunaruppkasti (Vaktir)

 

Sjalfsthj_vaktaaaetlun_yfirlit.gif

 

Velja vakt sem gera skal athugasemd við (Vaktir -> Vaktaáætlun )

 

Aðeins er hægt að skrá athugasemd á vakt ef viðkomandi áætlun er í stöðunni Uppkast.

 

vaktaaetlunaths.gif

 

Smelltu á aths.gif til að skrá inn athugasemd.

Veldu þá vakt sem gera skal athugasemd við, sé merkið rautt þá hefur nú þegar verið gerð athugasemd við vaktina og er þá hægt að breyta henni.

Ef athugasemdarmerkið er grænt þá hefur yfirmaður móttekið athugasemdina og þá er ekki hægt að breyta henni.

Ólesnar athugasemdir koma fram í verkefnalista yfirmanns.

 

Aftur í gátlista