Upplýsingar um starfsmann

Vinnustund er tengd við starfsmannakerfi og þaðan er náð í grunnupplýsingar um starfsmanninn.

Tengja þarf starfsmenn úr starfsmannakerfi inn í VinnuStund og skrá ýmsar stillingar og upplýsingar.

Hvar og hvernig gert

Leita að starfsmanni undir Starfsmenn - starfsmenn

 

Upplýsingar á efri hluta skjámyndar koma að mestu úr starfsmannakerfum.

Starfshlutfall er þó skráð í Vinnustund í sumum tilfellum.

 

 

 

Flipi - neðri röð

Skýring

Vinnufyrirkomulag

Vinnufyrirkomulag segir til um hvernig vinnu starfsmanns er háttað

Nánar

Nánari upplýsingar um starfsmann. Sjá útskýringar hér fyrir neðan.

Yfirvinnusamningur

Starfsmaður getur aðeins verið með einn yfirvinnusamning tengdan á sig í einu.

Síusamningar

Notaður t.d. ef vaktaálag er föst greiðsla í launakerfi og því á ekki að senda útreiknað vaktaálag úr Vinnustund

Vinnuskil

Upplýsingar um stöðu vinnuskila hjá dagvinnufólki með sveigjanlegan vinnutíma.

Stimpilklukkur

Listi yfir stimpilklukkur sem starfsmaður getur notað.

Hlutfall

Hér er hægt að skoða / skrá starfshlutfall. Sum starfsmannakerfi senda hlutfall inn í Vinnustund, önnur ekki.

Saga

Hér er hægt að skrá / skoða sögu um breytingar á kjarasamningum eða skipulagseiningum. Sum starfsmannakerfi senda söguna inn í Vinnustund, önnur ekki.

Aðgangur

Aðgangur starfsmanns að ábyrgðasviðum og gögnum í kerfinu

Hæfni

Hér er hægt að skoða / skrá hæfni á vaktavinnufólk. Sum starfsmannakerfi senda hæfni inn í Vinnustund, önnur ekki. Hæfni þarf að vera skráð hjá þeim sem vinna vaktir.

Mínar stillingar

Einungis notað af launafulltrúum á stærri stofnunum.

 

 

Flipi - efri röð

Skýring - Flipar tengdir vaktavinnu

Rúllur

Vaktarúllur starfsmanna, tengdar í Vinnu.

Vaktastýringar

Stýringar fyrir starfsmann sem yfirtekur stýringar sem settar hafa verið á skipulagseiningu í Vinnu

Utan vinnu

Samningar vaktavinnumanns um ákveðna tíma dags/viku sem hann tekur helst ekki vaktir.Mælt með að skrá frekar í Vinnu.

Punktastaða

Punktastaða vegna vaktaóska.

Vaktavinnuskil

Hér er birt staða í vaktavinnuskilum starfsmanns, þ.e. fjöldi tíma í inneign eða skuld.

 

 

Nánari upplýsingar um starfsmann (Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar)

 

 

Auðkenni í klukku

Auðkenni starfsmannsins í stimpilklukku. Verður að vera einkvæmt innan stofnunar.

Ef auðkenni er breytt þá þarf að senda það í klukku.Sjá nánar hér fyrir neðan.

Kortanúmer

Kortanúmer sem notað er í innstimplun ef starfsmannakort eru notuð.

Vaktavinnuskil hámarksinneign í klst.*

Hámarksfjöldi tíma sem vaktavinnumenn mega eiga inni við launauppgjör. Ef farið er yfir tímafjöldann kemur villa í bunka. Ekki er hámark á því hvað sveigjanlegir starfmenn geta á inni.

Vinnuskil/vaktavinnuskil hámarksskuld í klst.*

Hámarksfjöldi tíma sem sveigjanlegir strarfsmenn eða vaktavinnumenn mega skulda í vinnuskyldu á milli vaktatímabila. Ef farið er yfir tímafjöldann kemur villa í bunka.

Vinnur vaktir

Ekki er hægt að skrá vaktir á starfsmann nema hér sé sett Já.

Má óska vakta

Hér þarf að vera Já til þess að starfsmaður geti óskað eftir vöktum.

Starfsmaður má breyta vakt*

Ef já þá hefur starfsmaður leyfi til að breyta vakt í sjálfsþjónustu.

Skráningarleyfi

Skráningarleyfi ákvarðar hvaða fjarvistategundir og aukatíma starfsmaður má skrá. Starfsmenn geta skráð á sig fjarvistir og aukatíma með sama eða lægra gildi en skráningarleyfið.

Skráningarleyfi getur verið frá 1-5 og almennt eru launafulltrúar með 5, yfirmenn með 3 og almennt starfsfólk með 1. Þessu er þó hægt að breyta ef gagn er af því að nýta skráningarleyfi 2 og/eða 4 í einhverjum tilgangi.

Starfsmaður má skrá/skoða merkingar tímafæslna*

Ef já þá hefur starfsmaður leyfi til að skrá/skoða merkingar tímafærslna í sjálfsþjónustu.

Vinnuskil sýnileg starfsmanni*

Ef já þá er flipinn vinnuskil sýnilegur í sjálfsþjónustu.

Samkomulag um klst. á viku ef annað en starfshlutfall

Hér eru skráðar vinnustundir á viku ef samkomulag er um annað en starfshlutfall og kjarasamningur segja til um, sjá nánar hér fyrir neðan.

Frávik - vaktavinna og föst dagvinna, í mínútum* Hægt að  stilla stimplunarfrávik niður á starfsmann.
     Fyrir innstimplun Frávik áður en vinnutími hefst án þess að yfirvinna reiknist.
     Eftir innstimplun Frávik eftir að vinnutími hefst án þess að mínus reiknist.
     Fyrir útstimplun Frávik áður en vinnutíma líkur án þess að mínus reiknist.

     Eftir útstimplun

Frávik eftir að vinnutíma líkur án þess að yfirvinna reiknist.

Frávik fyrir innstimplun í mín - sveigjanlegur vinnutími*

Sveigjanlegur vinnutími er ekki með stimplunarfrávik nema áður en vinnutími hefst.

Skammstöfun

Hámark átta stafabil, skammstöfun birtist í ýmsum listum. Til dæmis notað í Vinnu.

Athugasemd

Frjálst textasvæði þar sem hægt er að skrá minnispunkta um starfsmann.

Netfang

Netfang starfsmanns, lesið úr starfsmannakerfi.

Símanúmer

Símanúmer starfsmannsins, lesið úr starfsmannakerfi.

Starfsaldur til veikinda

Lesið úr starfsmannakerfi.

Auðkenni síðast sent í klukku

Hnappar til að senda auðkenni í klukku eða eyða því úr henni. Sjá nánar upplýsingar hér fyrir neðan.

* Einnig hægt að stilla á stofnun/skipulagseiningu. Skráning hér yfirskrifar þá stillingu.

Samkomulag um klst. á viku ef annað en starfshlutfall

Fjöldi vinnustunda á viku fyrir fullt starf er tilgreind í stýringum kjarasamninga. Starfsmenn – starfsmenn – smella á númer/heiti kjarasamnings

 

 

 

Vinnustund reiknar út vinnustundir miðað við þessa stýringu og starfshlutfall en ef samið hefur verið við starfsmann um annan stundafjölda þá þarf að tilgreina það í Nánar flipa.

Dæmi: Á kjarasamningi segir að vinna eigi 40 stundir í fullu starfi en samið hefur verið við starfsmann um 37 stunda vinnu. Þá þarf að skrá 37 í svæðið „Samkomulag um klst. á viku ef annað en starfshlutfall“.

Ef starfsmaður með sama samkomulag er í 50% starfi þá þarf að skrá 18,5.

Það er, talan sem skráð er í þetta svæði hlutfallast ekki miðað við starfshlutfall. Því þarf að breyta tímafjöldanum ef starfshlutfall starfsmanns breytist.

 

Auðkenni sent í klukku

Ef stýringin "Senda auðkenni starfsmanns í klukku við tenginu" er já, þá þarf ekki að senda það aftur handvirkt fyrir nýja starfsmenn.

Ef breyta á auðkenni þá þarf fyrst að smella á Eyða úr klukku (rauða örin), breyta því næst auðkenninu, vista og smella síðan á Senda í klukku (græna örin).

Þegar starfsmaður hættir er auðkenni hans eytt með því að smella á Eyða úr klukku (rauða örin).