Hægt er að skoða aðgang hjá starfsmanni á tveimur stöðum.
Leita að starfsmanni undir Starfsmaður -> Aðgangur og smella síðan á nafn hans í leitarniðurstöðum.
Á skjámyndinni birtist listi yfir aðgang starfsmanns og hægt að skoða, breyta, eyða eða nýskrá.
Í Vinnustund er aðgangur veittur bæði í aðgerðir og gögn.
Ef gefa á starfsmanni aðgang að fleiri aðgerðum í kerfinu þá er bætt við hann aðgangshlutverki.
Bæta við skipulagseiningum ef starfsmaður á að fá aðgang að gögnum fleiri skipulagseininga.
Leita að starfsmanni undir Starfsmenn -> Starfsmenn og smella síðan á nafn hans í leitarniðurstöðum.
Starfsmannaspjald opnast og með því að smella á flipann Aðgangur má sjá aðgangshlutverk og gagnaaðgang starfsmanns.
Í þessari skjámynd hægt að skoða aðgang. Aðeins þeir sem hafa aðgangshlutverkið Aðgangur fá upp breyta hnappinn í þessari mynd.