Yfirvinnusamningur starfsmanns

Ef ekki á að greiða yfirvinnu eða eingöngu greiða hana að hluta þarf að útbúa yfirvinnusamning sem segir til um hvernig yfirvinna skal greidd.

Yfirvinnusamningur er síðan tengdur við þá starfsmenn sem við á.

Dæmi um yfirvinnusamninga:

  1. Engin yfirvinna er greidd.

  2. Aðeins er greitt fyrir yfirvinnu unna á laugardögum, sunnudögum og stórhátíðardögum. Yfirvinna er einnig greidd fyrir útköll sem vara a.m.k. 4 tíma, sama hvaða degi þau lenda á.

  3. Aðeins er greitt fyrir yfirvinnu unna á laugardögum, sunnudögum og stórhátíðardögum.

  4. Fyrstu tveir tímar af yfirvinnu, eftir að umsömdum vinnutíma lýkur, eru ekki greiddir, nema starfsmaður hafi skilað að fullu umsamdri vinnu yfir mánuðinn. Yfirvinna fyrir meira en tvo tíma er alltaf greidd.

  5. Aðeins er greidd yfirvinna fyrir útköll sem taka meira en 4 tíma í einu.


Skoða yfirvinnusamninga starfsmanns

Fara í Starfsmenn -> Starfsmenn og leita eftir starfsmanni. Velja yfirvinnuflipa í starfsmannamynd.

 

 

Hægt er að nýskrá yfirvinnusamning á starfsmann, breyta gildisdagsetningum eða eyða samningi ef gildistími hans er ekki innan uppgjörstímabils sem búið er að bunka.

 

Tengja/nýskrá yfirvinnusamning

Í flipanum Yfirvinnusamningar í Starfsmannamynd er smellt á Nýskrá hnapp.

 

Yfirvinnusamningur er valinn úr lista og dagsetning frá skráð.  Vista.

Athugið að þeir samningar sem birtast í listanum hafa verið skráðir í Stýringar->Yfirvinnusamningar og eru í gildi.

 

Loka yfirvinnusamningi

Yfirvinnusamningi er lokað með því að fara í breyta yfirvinnusamningi (blýantur í viðkomandi línu í flipanum Yfirvinnusamningar) og skrá Dags til.

Vista.