Í kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands eru ýmiss atriði frábrugðin því sem er í öðrum kjarasamningum.
Hér er farið yfir stillingar og uppsetningu sem þarf að gera fyrir grunnskólastarfsfólk vegna þessara atriða.
Sjá líka hér tillögu um breytta aðferð við skráningu í grunnskólum frá samráðshópi sveitarfélaga í Vinnustund.
Úr kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara
Skólaárinu er skipt upp í tímabil í Vinnustund samkvæmt skóladagatali, þar sem skilgreint er hvernig árið skiptist upp í starfstíma skóla og utan starfstíma skóla.
Á starfstíma skóla er vinnuskylda kennara 42,86 stundir á viku en utan starfstíma er vinnuskylda 40 stundir.
Tímabil eru skráð undir Stýringar - Tímabil og leiðbeiningar eru hér: Tímabil
Athugið að ef aðrar starfstéttir í grunnskólum vinna eftir öðru skóladagatali og vinnuskylda á starfstíma skóla er önnur, þá þurfa þær starfsstéttir að vera á annarri skipulagseiningu og með viðeigandi tímabil sem passar við þeirra skipulag.
Þar sem unnið er eftir skóladagatali (tímabil í Vinnustund) þá þarf að setja upp vinnufyrirkomulag samkvæmt því líka.
Vinnuskylda er ekki sú sama á starfstíma skóla og utan hans og vinnufyrirkomulag þarf að endurspegla það.
Hér eru almennar upplýsingar um hvernig vinnufyrirkomulög eru búin til og hér er lýsing á því hvernig vinnufyrirkomulag er sett upp fyrir mismunandi vinnuskyldu á eða utan starfstíma skóla.
Passa þarf að tegund tímabils sé sú sama á vinnufyrirkomulagi eins og skilgreint hefur verið í tímabilum fyrir skipulagseininguna.
Hér eru tímabil skilgreind fyrir tegund tímabils KIK.
Starfsfólk á þessarri skipulagseiningu þarf því að vera með vinnufyrirkomulag þar sem sama tegund tímabils er notuð
Dæmi um breytt vinnufyrirkomulag þar sem styttingu vinnuvikunnar hefur verið bætt við.
Vinnuskylda er alltaf 8 stundir en viðvera stytt um 13 mínútur á dag.
Starfsfólk skóla safnar 30 dögum í orlof eins og annað starfsfólk, miðað við fullt starf eru það 240 stundir.
Aukin vinnuskylda á starfstíma skóla safnast upp í það sem í Vinnustund er kallað Sumarlaun; alls 105,82 stundir miðað við fullt starf.
Einnig á KÍ starfsfólk rétt til endurmenntun; 102,16 stundum miðað við fullt starf.
Endurmenntun er tekin út með stuðli sem fer eftir því hvenær endurmenntun á sér stað, sjá lýsingu neðst á þessari síðu.
Leyfisréttindin orlof eru sjálfgefið tengd við allt starfsfólk en tengja þarf sumarlaun og endurmenntun sérstaklega.
Sjá leiðbeiningar um það hér.
Ávinnsla endurmenntunar og sumarlauna á sér stað frá 1.8.-31.7. og fyrnast þau þann 31.7.
Staða þeirra er því núll þann 1.8. ár hvert og þegar úttekt er skráð verður staða mínus.
Ávinnsla og staða ættu að vera samtals sem næst núlli þann 31.7.
Stofna þarf fjarvistategundir fyrir endurmenntun og sumarlaun sem eru tengdar við leyfisréttindin.
Endurmenntun þarf að vera með stillinguna Má skrá utan vinnutíma = Já
Vinnustundarhópur Advania þekkir ekki reglurnar varðandi skráningu fjarvista yfir árið í skólum en það sem okkur sýnist algengast í notkun annarra viðskiptavina er þessi skipting:
- Sumarlaun skráð um jól, páska og starfsdaga
- Í nýjum kjarasamningum er talað um að í Vetrarfríi á að skrá Orlof með lengingu, sjá leiðbeiningar
- Yfir sumartímann er fyrst skráð orlof og endurmenntun eftir að orlofi lýkur og fram að byrjun skóla
Starfsfólk skóla er alla jafna með yfirvinnusamninga og fær ekki greidda yfirvinnu sjálfkrafa.
Ef greiða á yfirvinnu þá er annað hvort hægt að kostnaðarfæra skráða stimplun/tímafærslu eða skrá yfirvinnu sem aukatíma.
Stundakennsla er til dæmis yfirleitt skráð sem aukatími þar sem hún á að reiknast á aðra launategund en venjuleg yfirvinna.
Þá er stofnaður aukatími með launategund "Stundakennsla" og ekki þarf að kostnaðarfæra aukatímann.
Hægt er að stofna aukatíma fyrir fleiri tegundir yfirvinnu svo sem forfallakennslu, álag vegna afleysinga osfrv.
Ef aukatími er stofnaður með venjulegri yfirvinnu, þá þarf að kostnaðarfæra hann alveg eins og ef um stimplun væri að ræða.
Engin sérstök virkni er í Vinnustund vegna launadreifingar.
En ef starfshlutfall er lægra en vinnuframlag þá þarf vinnufyrirkomulag að endurspegla þann mismun.
Einnig þarf að ákveða hvernig á að skrá fjarvistir þegar orlofi lýkur þar sem ávinnsla orlofs miðast við starfshlutfall en ekki vinnuframlag.
Tvær leiðir hafa verið notaðar í Vinnustund varðandi orlof hjá því starfsfólki skóla sem er á launadreifingu
Ávinnsla orlofs höfð í Vinnustund. Orlof skráð sem úttekt yfir sumar og aðra frídaga. Fjarvistategund án tengingar við leyfisréttindi stofnuð fyrir starfsmenn skóla á launadreifingu og skráð eftir að orlof er búið.
Engin ávinnsla á orlofi í Vinnustund. Fjarvistategund án tengingar við leyfisréttindi stofnuð fyrir fyrir starfsfólk skóla í launadreifingu. Orlof kemur ekki fram í Vinnustund.
Hér er dæmi um fjarvistategund fyrir starfsfólk með launadreifingu, athugið að fara yfir hvort stillingar passa við ykkar vinnustað