Tengja sértæk leyfi við starfsmann

Leyfisréttindi eru skilgreind miðlægt og tengd við kjarasamninga.  

Hægt er að stilla það hvort leyfisréttindin gilda fyrir alla starfsmenn á viðkomandi kjarasamningi.

Ef ekki, er talað um sértæk leyfisréttindi og þau þarf að tengja við þá starfsmenn á samningi sem eiga að njóta þeirra.

Hér er því lýst.

 

 

Hvar og hvernig gert

Fara í Starfsmenn -> Leyfi og velja starfsmann eftir leitarskilyrðum.

 

 

Til að bæta við leyfisréttindum er smellt á Nýskrá hnapp ofan við töflu til hægri.

 

 

Velja þarf leyfisréttindi úr fellilista og skrá þá dagsetningu sem leyfisréttindin eiga að taka gildi frá.

Það gæti verið upphaf ávinnslu, byrjunardagur starfsmanns eða dagur sem hann skiptir um starf.  

Gildir frá má þó ekki vera utan gildistíma samningsins og sömu leyfisréttindi mega eingöngu vera skráð einu sinni á hverju tímabili.

 

 

Tengja helgidagafrí/vetrarfrí:

Þegar helgidagafrí er skráð á starfsmann þarf upphafsdagsetning að passa við eitthvað af eftirfarandi dagsetningum: