Vinnuferli við gerð vaktaáætlana í Vinnu (tillaga)

1. Áður en hægt er að vinna með starfsmenn í vaktahlutanum Vinnu er nauðsynlegt að búið sé að setja inn ákveðnar stýringar á þá í viðveruhlutanum Stund og starfsmannakerfi.

Vinnuleið: Stund -> Starfsmenn -> Starfsmenn (setja inn leitarskilyrði) ->Leita. Smella á nafn starfsmannsins í lista.

Sjá nánar í lið 4, Nýjir starfsmenn.

Einnig þarf að vera búið að setja inn vaktastýringar á skipulagseininguna (það er gert í vaktahluta).

 

2. Útbúa þarf vaktahóp í Vinnu ef enginn er til. Lagfæra þarf vaktahóp ef einhverjar breytingar hafa orðið á starfsfólki (bæta við eða taka út starfsfólk, eftir því sem við á).

Hver vaktaáætlun þarf að hafa sinn vaktahóp.

Vinnuleið: Vinna->Vaktir->Vaktahópur.

 

3. Ný áætlun. Sett inn nýtt vaktatímabil, sjá stofna vaktaáætlun. Opnað fyrir óskir ef nota á óskaleiðina eða sett beint í stöðuna í vinnslu. Ef opnað er fyrir óskir þarf að setja inn dagsetningu frests á óskum, þ.e. hvenær óskafresturinn rennur út.

Vinnuleið: Vinna-Vaktir-vaktaáætlun.

 

4. Eru nýjir starfsmenn að koma inn? Hægt er að skrá vaktir á starfsmenn þegar þeir hafa verið skráðir inn í starfsmannakerfið, skráð á þá hæfniþáttur, færnistig, vinnutímaskipulag og þeir komnir í vaktahóp.

 

Í starfsmannamynd Stundar:

Feitletraður texti er á þeim flipum sem hægt er að skrá í. Skrá þarf vinnufyrirkomulag hjá öllum starfsmönnum.

Hjá vaktavinnumönnum þarf að skrá upplýsingar undir eftirfarandi flipum:

Nánar (vinnur vaktir – já, Má óska vakta – Já (ef nota á óskir)) ,

Rúllur (ef við á, einnig hægt að tengja þær við starfsmann í Vinnu),

Vaktastýringar á starfsmann (helgar, næturvinna ofl. – ef við á).

Kaffitímar (autt, kaffitímar greiddir sem viðbót, kaffitímar minnka vinnuskyldu)

 

Taka þarf afstöðu til þess hvort vaktavinnumenn fái bætingu (gert á vinnufyrirkomulaginu, svæðið bæting) eða hvort þeir eigi rétt á helgidagafríi.

ATH: Ef starfsmaður á rétt á helgidagafríi þá þarf að tengja þau leyfisréttindi á hann, það er gert  í leyfismynd starfsmanns í Stund.

 

Á flipum með gráum texta má sjá gögn úr starfsmannakerfi, ekki er hægt að breyta þeim í Stund.

 

Þegar stýringar hafa verið skráðar á starfsmanninn þarf að setja hann í réttan vaktahóp og þá birtist hann í vinnuborði og hægt að setja á hann vaktir.

 

5. Skrá leyfi fyrir alla sem fara í leyfi næsta tímabil? Vinnuleið í Stund : Stund- yfirfara fjarvistir

Hægt er að skrá/eyða leyfisskráningum  bæði í Vinnu (vinnuborði vaktaáætlunar) og í Stund.

Hver stjórnandi hefur val um tvær leiðir til að skrá leyfi:

 

Ef leyfið á að telja út frá vöktum, þurfa vaktir að vera á tímabilinu (vaktir upp í fulla  vinnuskyldu). Ef ein einasta vakt er á því tímabili sem orlof er skráð – gerir kerfið ráð fyrir þessari leið (þ.e. telja orlof alfarið út frá skilgreindum vöktum) og setur ekki niður meðaltalsvaktir. Of fáar vaktir valda skuld í vaktavinnuskilum.

 

Ef engin vakt er á orlofstímabilinu, “skáldar” kerfið sjálfvirkt vaktir. Það setur niður vaktir alla virka daga – lengd hverrar vaktar er meðaltals vinnuskil miðað við 5 daga. Hjá hlutavinnufólki koma því ,,vaktir” styttri en 8 tímar. Ef valið er að nota meðaltal þarf að útiloka að vaktir séu á tímabilinu.  

 

Ef eyða  þarf orlofsdögum er vinnuleiðin: Stund – yfirfara tímar- valin.

Sett eru inn leitarskilyrði og smellt á Leita hnappinn. Smellt er á nafn þess starfsmanns sem leiðrétta á orlof hjá.

Sú orlofsfærsla sem á að eyða er sett í stöðuna ósamþykkt (Ó) og vistuð. Smellt er síðan á orlofsfærsluna til að eyða henni. Athugið að hægt er að eyða mörgum færslum í einu.

Einnig er hægt að eyða orlofsfærslum í Vinnu (vinnuborð vakataáætlunar), sjá nánar Vinnuborð vaktaáætlunar -> Skrá eyða fjarvistum.

 

6.   Gera vaktaáætlun.  Vinnuleið: Vinna -> Vaktir -> Vaktaáætlun. Tvísmella á heiti þeirrar vaktaáætlunar sem á að vinna með til að opna hana.

 

7.    Vaktaáætlun birt á vef. Vinnuleið: Vaktir - vaktaáætlun, breyta stöðu (gult þríhyrnt merki).

Staða áætlunar sett sem uppkast (ef við á) - gefinn frestur fyrir athugasemdir starfsmanna.

Dagsetning, uppkast birtist á vef sett inn.

Staða áætlunar sett sem samþykkt.

Dagsetning útgefinnar áætlunar sett inn.

 

8. Prenta út áætlun.  Vinnuleið: Vinna - Skýrslur-Áætlun og úr vinnuborði vaktaáætlunar

Hægt er að velja um að prenta eftir mismunandi litum (valið í síuglugga):

 

Hægt er breyta ákveðnum atriðum í útprentun skýrslu:

 

Dagplan Vinnuleið: Vinna-Skýrslur-Dagplan

 

Nokkrir valkostir um útlit á dagplani

 

Vinnsla hafin við nýja áætlun. Vaktaáætlun stofnuð, opnað fyrir óskir eða sett í stöðuna “Í vinnslu”.