Samskipti við undirmann vegna tímafærslu

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, launadeild, starfsmaður.

 

Tilgangur

Til að yfir- og  undirmenn geti haft samband vegna tímafærslna.

 

Áður gert

Starfsmaður tengdur í VS

Tímafærslur komnar á starfsmann

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur, aðgerðina Tímafærslur. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja starfsmanninn sem senda á athugasemd til. Smella á athugasemdartáknið fyrir þá tímafærslu sem gera á athugasemd við.

Einnig er hægt að fara í Yfirfara -> Tímar dagur eða Yfirfara Tímar

 

Gátlisti

 

Aðgerð

Vinnuleið

Lýsing

Finna starfsmann sem senda á athugasemd á

Tímafærslur -> Tímafærslur -> Hrinda af stað leit að starfsmanni -> Velja starfsmann úr lista

Yfirmaður finnur þann starfsmann sem hann ætlar að senda athugasemd á.

Skrá athugasemd

Tímafærslur -> Tímafærslur -> Finna starfsmann -> Velja tímafærslu sem gera á athugasemd við.

Yfirmaður velur þá tímafærslu starfsmanns sem hann ætlar að gera athugasemd við.

Yfirmaður skráir inn athugasemdina og vistar hana.

Athugasemdin verður þá rauð í tímafærslulistanum.

Þegar starfsmaður hefur opnað athugasemdina verður athugarsemdartáknið grænt sem þýðir að starfsmaður hafi móttekið athugasemdina.

Starfsmaður móttekur athugasemd

Tímafærslur -> Tímafærslur -> Opna athugasemd

Starfsmaður skoðar sínar tímafærslur.

Ef athugsemdartáknið er rautt merkir það að starfsmaður hafi ekki skoðað athugasemdina.

Starfsmaður opnar athugasemdina og  hefur þá móttekið hana.

Eftir það verður athugasemdartáknið grænt.

 

Hægt er að skrá athugasemdir við tímafærslur eða vinnutíma. Athugasemdir eru:

 

aths.gif  Engin tímaathugasemd

image71.gif  Engin vinnutímaathugasemd

image72.gif  Ólesin vinnutíma-/tíma- athugasemd

image73.gif  Lesin vinnutíma-/tíma- athugasemd

 

ATH. Einungis er hægt að breyta athugasemdum ef þær hafa ekki verið lesnar.

 

 

Skrá athugasemd á starfsmann(Tímafærslur  -> Tímafærslur -> Finna starfsmann -> Velja tímafærslu sem gera á athugasemd við)

 

Smelltu á hnappinn "Skrá athugasemd" efst í hægra horni myndarinnar. Þá opnast skráningargluggi þar sem athugasemdir eru skráðar.

 

Vinnutímaathugasemdum hefur verið bætt við í tímafærslumynd. Þ.e. hægt er að skrá athugasemdir á þá daga sem ekki hafa stimplun/viðveru heldur bara skráðan vinnutíma.

 

image71.gif  Engin vinnutímaathugasemd

image72.gif  Ólesin vinnutíma-/tíma- athugasemd

image73.gif  Lesin vinnutíma-/tíma- athugasemd

 

Glugginn sem birtir athugasemdir birtir hvoru tveggja, vinnutíma- og tímafærsluathugasemdir.

 

Vinnutímaathugasemd er þegar engin stimplun er á bakvið vinnutímann. Um leið og það er komin stimplun þá er hægt að setja inn tímaathugasemd.

 

birta_allar_athugasemdir.gif