Tegund vinnu

Tegund vinnu segir til um vaktategundina. Tegund vinnu er stýring í reiknireglum fyrir greiðslu á vinnu og hvernig vaktaáætlanagerð er háttað. Starfsmenn geta sett fram vaktaóskir fyrir allar tegundir vinnu.

 

Almennar vaktir

 

Tímafjöldi á almennum vöktum telst inn í vinnuskyldu starfsmanns. Reiknast miðað við stimplun/vinnutíma. Greitt er fyrir vaktina eins og kveður á um í kjarasamningum. Vaktaáætlun fyrir almennar vaktir má gera skv. óskum starfsmanna, rúllum, handvirkt eða sjálfvirkt. Við vaktaáætlanagerð gilda ákvæði í kjarasamningum um hvíldartíma þegar starfsmenn eru settir á almennar vaktir.

 

Yfirvinnuvaktir

 

Starfsmaður fær greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem hann er á yfirvinnuvakt. Reiknast út miðað við stimplun. Tímafjöldi á yfirvinnuvakt telst ekki inn í vinnuskyldu starfsmanns. Yfirvinnuvaktir eru settar á vaktaáætlun handvirkt, með rúllum eða eftir vaktaóskum starfsmanna. Við vaktaáætlanagerð gilda ákvæði kjarasamninga um vinnutilhögun. Starfsmenn geta ekki óskað yfirvinnuvaktar sem brýtur ákvæði kjarasamninga um vinnutilhögun. Við vaktaáætlanagerð gilda ákvæði í kjarasamningum um hvíldartíma þegar starfsmenn eru settir á yfirvinnuvaktir.

 

Bundnar vaktir

 

Starfsmaður fær greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem hann er á bundinni vakt. Reiknast út við vakt. Tímafjöldi á bundinni vakt telst ekki inn í vinnuskyldu starfsmanns og telst í raun sem yfirvinna. Vaktaáætlun fyrir bundnar vaktir má gera með rúllum, handvirkt eða sjálfvirkt. Við sjálfvirka vaktaáætlanagerð er farið eftir því hvaða starfsmenn voru á almennri vakt á tilteknu tímabili fyrir eða eftir vaktina. Við vaktaáætlanagerð gilda ekki ákvæði í kjarasamningum um hvíldartíma. Því getur starfsmaður verið á bundinni vakt hvenær sem er utan þess tíma sem hann er á almennri eða yfirvinnuvakt.

 

Bakvaktir

 

Starfsmaður er ekki við vinnu en kemur til vinnu ef þarf. Reiknast út við vakt. Starfsmaður fær greitt bakvaktarálag fyrir bakvaktina. Í hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu fær hann greitt fyrir útkall. Vaktaáætlun má gera skv. rúllum, handvirkt eða sjálfvirkt. Við sjálfvirka vaktaáætlanagerð er farið eftir því hvaða starfsmenn voru á almennri vakt á tilteknu tímabili fyrir eða eftir vaktina. Við vaktaáætlanagerð gilda ekki ákvæði í kjarasamningum um hvíldartíma. Því getur starfsmaður verið á bakvakt hvenær sem er utan þess tíma sem hann er á almennri vakt.

 

Dæmi:

12 tíma bakvakt þá reiknast álag í 12 tíma.

Starfsmaður mætir í 2 tíma. Þá dragast 2 tímar af álaginu og í staðinn bætast við 2 tímar í yfirvinnu.

 

Ef tímafærslan er merkt sem útkall þá bætist lágmarkstími í útkalli við, þ.e. ef tímafjöldi í útkalli er undir lágmarkinu.

Reiknireglan segir til um hvert lágmarkið er. Algengt er að það sé 3 tímar í dagvinnu en 4 tímar um helgar og nætur.

 

Staðarvaktir

 

Sérfræðingavakt.

Reiknast út við vakt. Greitt er fyrir vaktina eins og kveður á um í kjarasamningum. Tímafjöldi á staðarvakt telst ekki inn í vinnuskyldu starfsmanns.

Setja má staðarvaktir á vaktaáætlun handvirkt eða sjálfvirkt.

Við vaktaáætlanagerð gilda ekki ákvæði í kjarasamningum um hvíldartíma. Því getur starfsmaður verið á staðarvakt hvenær sem er utan þess tíma sem hann á vinnutíma.

 

Gæsluvaktir

 

Sérfræðingavakt.

Reiknast út við vakt. Greitt er fyrir vaktina eins og kveður á um í kjarasamningum. Tímafjöldi á gæsluvakt telst ekki inn í vinnuskyldu starfsmanns.

Setja má gæsluvaktir á vaktaáætlun handvirkt eða sjálfvirkt.

Við vaktaáætlanagerð gilda ekki ákvæði í kjarasamningum um hvíldartíma. Því getur starfsmaður verið á gæsluvakt hvenær sem er utan þess tíma sem hann á vinnutíma.

 

Eyður í vinnutíma

 

Notað þegar vinnutími er ekki samfelldur, til dæmis þegar  starfsmaður mætir á vakt að morgni í einhverja tíma og mætir svo aftur seinni partinn. Reiknast út við vaktina. Tímafjöldi vaktar telst ekki með í vinnuskyldu starfsmanns.

Við vaktaáætlanagerð gilda ekki ákvæði í kjarasamningum um hvíldartíma. Því getur starfsmaður verið á gæsluvakt hvenær sem er utan þess tíma sem hann á vinnutíma.