Leyfisréttur

Leyfisréttur er skilgreindur miðlægt. Leyfisrétturinn skiptist upp í nokkrar gerðir af leyfistegundum og alla leyfisrétti þarf að tengja kjarasamningum.

 

Eftirfarandi leyfistegundir eru til:

 

Mögulegar aðgerðir

Skilgreina leyfistegund

Tengja leyfisréttindi við samning

Tengja leyfisrétt við starfsmann

Breyta/eyða leyfisréttindum

 

Skilgreina leyfisréttindi

Vinnuleið: Samningar ->Leyfisréttindi.

Smellt á plúsinn efst í hægra horninu til að nýskrá leyfisréttindi.

 

 

Svæði Lýsing
Kóði Skammstöfun leyfisréttinda
Lýsing Nánari lýsing á leyfisréttindum
Tímabil ávinnslu Ávinnslutímabil á forminu ddmm
Viðmiðunardagur ávinnslu  
Tímabil úttektar Úttektartímabil leyfisréttinda á forminu ddmm
Má taka leyfi utan tímabils Er leyfilegt að taka út leyfi utan skilgreinds úttektartímabils (skilgreint fyrir ofan)
Álag utan tímabils Ef reikna á álag ef leyfisréttindi eru tekin utan úttektartímabils er prósentan skilgreind hér.
Álag val utan tímabils Ef já þá skráist álag ekki sjálfkrafa ef tekið er utan tímabils, valgluggi birtur þar sem velja þarf hvort skrá eigi álag.
Fyrnist milli ára Ef já þá fyrnist inneign á milli úttektartímabila.
Launategund greidd Ef senda á leyfi sem greitt er út yfir til launa er launategundin skilgreind hér.
Launategund staða Ef senda á stöðu leyfisréttinda yfir til launakerfis er launategund fyrir stöðuna skilgreind hér
Launategund ávinnslu Ef senda á stöðu ávinnslu yfir til launakerfis er launategundin fyrir ávinnsluna skilgreind hér.
Gildir frá Upphafsdagur gildistíma leyfisréttinda
Gildir til Lokadagur gildistíma leyfisréttinda.

 

Eftir að búið er að fylla í skráningarsvæðin er smellt á Vista hnappinn. Athugið að ekki á að setja neitt í "Gildir til" fyrr en taka á leyfisréttindin úr gildi.

 

Þegar búið er að vista leyfisréttindin birtast þau í listamynd leyfisréttinda. Til að setja inn forsendur er smellt á heiti réttindanna í listamyndinni og opnast þá skráningargluggi þar sem hægt er að skrá forsendur í flipanum "Forsendur" og í flipanum "Samningar" er hægt að sjá á hvaða samninga búið er að tengja réttindin.

 

 

 

Tengja leyfisréttindi við samning

Eftir að búið er að skilgreina leyfisréttindi þarf að tengja þau á samning.

Það er gert með því að fara í Samningar->Velja samning->Flipinn Leyfisréttindi

 

 

Ný leyfisréttindi eru tengd við samning með því að smella á Nýskrá hnappinn neðst í hægra horninu.

Til að breyta tengingu er smella á fyrir aftan viðkomandi leyfisréttindi.

 

Dálkurinn "Fyrir alla á samningi" :

Já - þá gilda viðkomandi leyfisréttindi sjálfkrafa fyrir alla starfsmenn á samningi.

Nei - þá þarf að tengja viðkomandi leyfisréttindi á hvern og einn starfsmann sem hefur þessi réttindi. Það gerist ekki sjálfkrafa. Gert í leyfismynd viðkomandi starfsmanns. Sjá nánar með því að smella hér.

 

Leyfi sem ekki eru ávinnsluleyfi birtast nú hjá tímavinnumönnum ef kjarasamningur segir að þau eigi að gilda fyrir alla á samningi. Einnig er hægt að handskrá leyfi á tímavinnumenn.

Dæmi um þannig leyfi eru Áunnir hvíldartímar.

Orlof

Gildir fyrir alla á samningi og þarf að tengja við kjarasamning en ekki sérstaklega við starfsmenn.

Ávinnsluár er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

Réttur breytilegur eftir lífaldri eða starfsaldri skv. ákvæðum viðkomandi kjarasamnings. Ávinnsla í klukkustundum eftir starfshlutfalli og mánaðarfjölda í starfi á ávinnsluári og skv. ákvæðum viðkomandi kjarasamnings. 

Orlof ávinnst ekki í launalausu leyfi og ávinnsla skerðist ef að starfsmaður hefur verið í launalausu orlofi á tímabilinu og fjarvistategundin sem tengist launalausu orlofi hefur verið skráð á starfsmanninn. Passa þarf að viðkomandi fjarvistategund sé skilgreind þannig að engin réttindi ávinnist í fjarveru.

 

Skerðing á ávinnslu

Ef starfsmaður er skráður í fjarvist sem án ávinnslu orlofs (t.d. launalaust leyfi) þá er reiknuð út lækkun á ávinnslu.

Formúlan sem er notuð er eftirfarandi:

 

Lækkun ávinnslu á dag := ((skráð fjarvist án ávinnslu / 8) / 21.67) * ávinnsla á mánuði.

 

Dæmi:

A. starfsmaður í 80% starfi með 16 tíma í ávinnslu á mánuði

((6/8) / 21.67 )* 16 = 0.55376 (lækkun á dag)

Yfir 30 daga væri lækkunin 16,6128

 

B. Starfsmaður í 100% starfi með 16 tíma í ávinnslu á mánuði

((8/8) / 21.67) * 16 = 0,7383 (lækkun á dag)

Yfir 30 daga væri lækkunin 22,149

 

Lækkun á ávinnslu er birt í leyfismynd starfsmanns í ávinnslumyndinni, dálkurinn heitir "Lækkun á ávinnslu". Hægt er að komast í þessa mynd með því að smella á hlekkinn í dálkinum "Ávinnsla" í leyfismynd starfsmanns.

 

Álag á orlof

Orlof sem er tekið utan sumarorlofstímabils (úttektartímabil) lengist um 25%. Reikna skal orlofstökuna styttri sem lengingu nemur en ekki bæta við orlofstímann, orlofstökutíminn er talinn sem 80% af þeim tíma sem er tekinn.

 

Dæmi:

Starfsmaður tekur 4 daga í orlof.

40 stunda vinnuvika á kjarasamningi.

Orlofið er 32 stundir.

40 * 4/5 = 32 timar.

32/5 = 6,4 dregnir af hverjum heilum degi í stað 8 tíma.

 

 

Dæmi um útreikning á orlofsrétti ef starfsmaður var ekki í starfi fullan mánuð:

Hver dagur mánaðar gefur rétt sem er: (fjöldi almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga * orlofsréttur í tímum * starfshlutfall) / 21,67

Starfsmaður sem ætti rétt til orlofs sem næmi 192 stundum á ári miðað við fullt árstarf en byrjaði 15. janúar áynni sér rétt til launaðs orlofs þannig:

Í janúar 13 dagar / 21,67 * 100% * 16 = 9,60, febrúar, mars og apríl 3 * 16 = 48 stundir, réttur til orlofstöku 1. maí  =57,60

 
 

Aftur í gátlista

 

Helgidagafrí

Gildir ekki fyrir alla á samningi og þarf því að tengja sérstaklega við starfsmenn auk þess að tengja við kjarasamning.

Ávinnsluár 1. janúar til 31. desember.

 

Réttur til frítöku allt að hámarki 88 stundir miðað við fullt starf í vaktavinnu allt ávinnsluárið (er 96 stundir í einstaka kjarasamningum). Ávinnsla í klukkustundum eftir starfshlutfalli og mánaðafjölda í starfi á ávinnsluári, ávinnsla á mánuði er 7,33 stundir. 

 

Frí ávinnst í veikindum en ekki er ávinnsla í fæðingarorlofi, námsleyfi eða öðrum leyfum launuðum eða ólaunuðum.

Frí er valkvætt og ef starfsmenn ætla að breyta vali úr frítöku í greiðslureglu þarf hann að gera það fyrir 1. desember næsta ár á undan ávinnsluári.

 

Frí skal taka út næsta ár eftir að það er áunnið. Frí fyrnist ekki.

 

Þegar verið er að skrá leyfistegundina 'helgidagafrí' á starfsmann og hann er með bætingu skráða á virkt vinnufyrirkomulag þá kemur villumelding því ekki á að vera hægt að vera með hvoru tveggja, bætingu og helgidagafrí.

 

 

Hluti úr mánuði reiknaður hlutfallslega þannig: (fjöldi almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga) / 21,67 = hlutfall úr mánuði.

 
 

Aftur í gátlista

 

 

Frí vegna bakvakta

Gildir ekki fyrir alla á samningi og þarf því að tengja sérstaklega við starfsmenn auk þess að tengja við kjarasamning.

Ávinnsluár 1. janúar til 31. desember.

Greiðslur fyrir bakvakt er hægt að breyta í frí vegna áunninna bakvaktatíma:

 

 

Aftur í gátlista

 

 

Bakvaktafrí

Getur eingöngu átt við á þeim stofnunum/deildum/sviðum þar sem reglulegar bakvaktir eru skipulagðar allt árið um kring. Gildir ekki fyrir alla á samningi og þarf því að tengja sérstaklega við starfsmenn auk þess að tengja við kjarasamning.

Ávinnsluár 1. janúar til 31. desember.

Réttur til frítöku er mismunandi eftir kjarasamningum, annars vegar að hámarki 80 stundir miðað við 1200 klst á bakvakt allt ávinnsluárið og hins vegar 96 stundir fyrir 1440 klst á bakvakt allt ávinnsluárið. Ávinnsla er í klukkustundum.

 

 

Ávinnsla er í klukkustundum og er sama hlutfall af 80 og sá fjöldi bakvaktastunda á ávinnsluári er af 1200 t.d. 600 bakvaktarstundir / 1200 = 50%, það * 80 stundir = 40 stundir í frí miðað við heilt ávinnsluár.

Ef 600 stundirnar eru fyrir 6 mánuða starfstíma verða áunnar stundir 40 * 6/12 = 20 stundir.

Ef rétturinn byggir á starfshlutfalli: Starfsmaðurinn er 600 klst á bakvakt og vinnur 75% starf. Útreikningur: Gæsluvaktarfrí réttur = (600/1200) * 80 klst * 75% = 30 klst.

 
  
Aftur í gátlista

 

 

Uppsöfnuð yfirvinna

Gildir ekki fyrir alla á samningi og þarf því að tengja sérstaklega við starfsmenn auk þess að tengja við kjarasamning.

Ávinnsluár 1. janúar til 31. desember. 

Starfsmaður og yfirmaður geta gert samning um að starfsmaður taki yfirvinnu sína út í fríi. Í sumum kjarasamningum er yfirvinnuálag greitt á allt að 40 tíma (5 daga) á ári miðað við fullt starf og þá er einn tími í fríi á móti einum tíma í yfirvinnu, en á öðrum er hver breyttur yfirvinnutími margfaldaður með skráðum margföldunarstuðli (ávinnsla per tíma á launategund)

 

 

 

Skýringarmynd við skráningarmynd uppsafnaðrar yfirvinnu.

 

 

 

 

Heiti dálks

Lýsing

Notkun

Ávinnsla per tíma á launategund

Margföldun á launategund. Dæmi: 1.4 í þessum dálki þýðir að flytja eigi 1.4 tíma í leyfi fyrir hvern yfirvinnutíma. Yfirvinnuálag ekki greitt.

Notað þegar flytja á yfirvinnu í leyfi en ekki greiða yfirvinnuálag.

Hámarks ávinnsla (klst)

Hámark tíma sem má margfalda. Dæmi: 40 í þessum dálki þýðir að aðeins má margfalda yfirvinnu upp að 40 tímum á ári. Eftir það flyst aðeins tími á móti tíma í yfirvinnu

Notað þegar flytja á yfirvinnu í leyfi en ekki greiða yfirvinnuálag.

Launategund

Tilgreint hvaða launategund samningurinn meðhöndlar.

Alltaf, samningurinn meðhöndlar aðeins þessa launategund

Tímar færast á launategund

Yfirvinnuálag greitt á þá launategund sem skilgreind er hér.

Notað þegar greiða á yfirvinnuálag á yfirvinnu sem flutt er í leyfi.

Viðmiðun ávinnslu (klst)

Hámark tíma sem greiða á yfirvinnuálag á. Dæmi: 40 í þessum dálki þýðir að greiða á yfirvinnuálag á móti 40 yfirvinnutímum sem fluttir eru í leyfi. Eftir það er aðeins fluttur tími á móti tíma í leyfi en ekkert yfivinnuálag greitt.

Notað þegar greiða á yfirvinnuálag á yfirvinnu sem flutt er í leyfi.

Reiknast hlutfallslega

Á að reikna réttindin útfrá starfshlutfalli eða ekki.

Alltaf, segir til um hvort ávinnsluréttindin skerðist við hlutastörf.

 


Aftur í gátlista

 

 

Geðdeildarfrí

Gildir ekki fyrir alla á samningi, gildir einvörðungu fyrir félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og þarf því að tengja sérstaklega við starfsmenn auk þess að tengja við kjarasamning.

Ávinnsluár 1. janúar til 31. desember.

Réttur til frítöku alltaf að hámarki 64 stundir miðað við fullt starf allt ávinnsluárið.

Ávinnsla í klukkustundum eftir starfshlutfalli og mánaðarfjölda í starfi á ávinnsluári, ávinnsla á mánuði er 5,33 stundir. 

Ekki er ávinnsla í samfelldum veikindum umfram 14 daga, fæðingarorlofi, námsleyfi eða öðrum leyfum launuðum eða ólaunuðum.

Frí skal taka út næsta ár eftir að það er áunnið.

Ekki er heimilt að flytja ávinnslu á milli ára og fyrnist því ef það er ekki tekið.

 


Aftur í gátlista

 

 

Röntgenfrí

Gildir ekki fyrir alla á samningi, gildir einvörðungu fyrir félagsmenn í Félagi geislafræðinga eða í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og þá félagsmenn sem starfa á röntgen-, geislaeðlisfræði- og krabbameinsdeildum og þarf því að tengja sérstaklega við starfsmenn auk þess að tengja við kjarasamning.

Ávinnsluár 1. janúar til 31. desember.

 

Félag geislafræðinga:

Réttur til frítöku er 80 stundir fyrir fullt starf allt ávinnsluárið og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.  Ekkert frí er fyrir skemmri starfstíma. Ekki er ávinnsla í samfelldum veikindum umfram 14 daga, fæðingarorlofi, námsleyfi eða öðrum leyfum launuðum eða ólaunuðum.

Frí skal taka út næsta ár eftir að það er áunnið.

Ekki er heimilt að flytja ávinnslu á milli ára og fyrnist því ef það er ekki tekið.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Réttur til frítöku er allt að 112 stundir á ári miðað við fullt starf allt ávinnsluárið og hlutfallslega fyrir starfshlutfall og starfstíma.

Ávinnsla er í klukkustundum og er hlutfall af 112 miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Starfsmaður sem er í 50% ávinnur sér 56 stundir og ef hann starfaði í hálft ár þá 28 stundir.

Ekki er ávinnsla í samfelldum veikindum umfram 14 daga, fæðingarorlofi, námsleyfi eða öðrum leyfum launuðum eða ólaunuðum. Frí skal taka út næsta ár eftir að það er áunnið.

Ekki er heimilt að flytja ávinnslu á milli ára og fyrnist því ef það er ekki tekið.

 


Aftur í gátlista

 

Áunnir hvíldartímar

Gildir yfirleitt fyrir alla á samningi, þarf að tengja við kjarasamning.

Við brot á hvíldartíma er hægt að veita starfsmönnum frí í staðinn. Brot á hvíldartíma geta verið:

 

 

Aftur í gátlista

 

Námsleyfi

Námsleyfi gilda ekki fyrir alla á samningi og þarf því að tengja við við hvern og einn starfsmann.

Hægt að loka fyrir að hægt sé að greiða út námsleyfi (hægt að stýra niður á fleiri leyfistegundir).