Vaktavinnumenn fá reiknaða kaffitíma á hverja vakt - eins og kjarasamningur segir til um.
Kjarasamningurinn segir til um lengd kaffitíma og lágmarkslengd vaktar til að fá kaffitíma.
Eftirfarandi stillingar koma til greina hjá vaktavinnumönnum:
a) Kaffitímar eru greiddir sem viðbót við vinnuskyldu.
Þá eru kaffitímar greiddir í yfirvinnu fyrir starfsfólk í fullu starfi en í dagvinnu
fyrir hlutastarfsmenn.
b) Kaffitímar minnka vinnuskyldu.
Vinnuskyldan er þá minnkuð miðað við lengd og fjölda kaffitíma og skráð í flipann nánar, svæðið "Samkomulag á viku ef annað en starfshlutfall". Lengd vakta væri þá í samræmi við þá vinnuskyldu.
Þá greiðast kaffitímarnir sem dagvinna.
c) Autt
Þá reiknast enginn kaffitími í Stund, það er gert fyrir þær stofnanir sem velja að greiða kaffitíma sem viðbótar starfshlutfall
d) Kaffitími í yfirvinnu, mörg störf.
Kaffitímar reiknast þá í yfirvinnu óháð því hvort starfið sé hlutastarf eða ekki. Ætlað þeim sem eru í fleiri en einu starfi sem samanlagt mynda 100% starfshlutfall.
e) Kaffitímar, reikniregla
Kaffitímar reiknast þá samkvæmt kaffitímareiknireglu á viðkomandi kjarasamningi.
f) Kaffitímar minnka vinnuskil
Virkni er þannig að kaffitími á kjarasamningi telur upp í vinnuskyldu.
Dæmi: 8 tímar vaktir og kafftími 0,42 á kjarasamningi þá ganga 8,42 tímar upp í vinnuskyldu.
Ef orlof væri skráð á þessa 8 tíma vakt þá dragast 8,42 tímar frá leyfinu og 8,42 fara upp í vinnuskilin.
Þegar er reiknað út úr vöktum þá er skráð á vaktina kaffitími sem á að ganga upp í vinnuskil.
Birting á þessu er í nánar hnapp á útreikningi.
Þegar fjarvist er skráð á vaktina þá reiknast vaktin + kaffitími sem fjarvist, dæmi 8 tíma vakt í orlofi, þá dragast 8,42 tímar frá orlofinu.
Þegar vaktaáætlun er samþykkt þá reiknast þetta út og kaffitími settur í sér svæði í vakta-töflu
Þegar vaktavinnuskil eru reiknuð út í bunkavinnslu þá er kaffitímasvæðinu bætt við
Þegar verið er að endurreikna vaktavinnuskil þá þarf að taka tillit til þessa svæðis
Þegar verið er að endurreikna v/breytinga á vinnufyrirkomulagi eða í Tímafærslur->Endurreikningur þá þarf að bæta við þessu svæði í summuna.
Skrá reglur um greiðslur kaffitíma á starfsmann