Starfsmaður, næsti yfirmaður eða launadeild stofnunar.
Yfirmaður eða launadeild stofnunar geta skoðað leyfisréttindi starfsmanns.
Einnig getur starfsmaðurinn sjálfur fylgst með leyfisstöðu sinni í sjálfsþjónustu.
Starfsmenn skrá sínar leyfisóskir
Fara í ábyrgðarsvið Starfsmenn, aðgerðina Leyfi og velja starfsmann úr lista.
Starfsmaður getur einnig skoðað leyfisréttindi sín í sjálfsþjónustu.
Skoða leyfisréttindi starfsmanns Starfsmenn->Leyfi
Dálkaheiti |
Skýring |
Leyfistegund |
Hægt að skoða leyfisréttindin. Þar sem breyta táknið er þar er hægt að setja inn breytingar á gildisdagsetningum. |
Leyfistímabil |
Nýjasta leyfistímabilið sést á myndinni. Hægt að skoða eldri tímabil með því að smella á hlekkinn. |
Skráð staða - Til úttektar |
Upphafsstaða leyfis skráð, staða þegar starfsmaður kemur inn í kerfið. |
Skráð staða - Greitt út |
Skráð staða starfsmanns þegar hann hættir. Hvað fær hann greitt út. |
Frítökuréttur/Frí í stað greiðslu |
Frítökuréttur sem starfsmaður hefur eignast. |
Flutt frá fyrra tímabili |
Staða leyfisréttinda flutt frá fyrra tímabili. |
Úttekt |
Úttekt leyfisréttinda á yfirstandandi tímabili. Hægt að skoða úttektina sundurliðaða með því að smella á hlekkinn. |
Staða til úttektar |
Staða starfsmanns til úttektar miðað við daginn í dag. Hægt að fá stöðuna sundurliðaða með því að smella á hlekkinn. |
Ávinnsla |
Ávinnslan á yfirstandandi leyfistímabili. Hægt að skoða ávinnslusöguna með því að smella á hlekkinn. |
Skráð ávinnsla |
Hægt að skrá stöðu ávinnslu þegar starfsmaður kemur inn í kerfið. |
Úttekt skráð eftir daginn í dag |
Úttekt sem búið er að skrá eftir daginn í dag. T.d samþykktar leyfisóskir fram í tímann. |
Sýsla |
Hér er hægt að skoða leyfisuppsöfnun ákveðinna leyfisréttinda. Einnig er hægt að skrá inn leyfisrétt vegna brota á hvíldartíma og færa yfirvinnu í leyfi. |