Næsti yfirmaður eða launadeild.
Yfirmaður fer yfir leyfisóskir starfsmanna sinna og samþykkir, hafnar eða breytir óskunum.
Starfsmenn skrá sínar leyfisóskir
Fara í ábyrgðarsvið Yfirfara, aðgerðina Leyfisóskir og smella síðan á hlekkinn Samþykkja.
Einnig er hægt að samþykkja leyfisóskir í gegnum fjarvistaryfirlitið. Vinnuleiðin er Yfirfara->Fjarvistir)
Aðgerð |
Vinnuleið |
Lýsing |
|
Yfirfara -> Leyfisóskir -> Samþykkja
|
Þegar smellt er á hlekkinn Samþykkja er hægt að samþykkja eða hafna leyfisósk. Ef leyfisóskin er samþykkt þá skráist leyfi á það tímabil sem óskin nær yfir. Starfsmaður getur séð í gegnum sjálfsþjónustuna hvort búið sé að samþykkja eða hafna leyfisósk hans og hvaða athugasemd var sett með. Hægt er að samþykkja leyfisósk en breyta tímabilinu. Þá sér starfsmaðurinn að leyfisóskin er samþykkt en tímabilið litast rautt til þess að það sé greinilegt að tímabilinu var breytt.
|
Samþykkja leyfisósk (Yfirfara -> (Leyfisóskir/Fjarvistir) -> Samþykkja)
Starfsmaður getur sett inn leyfisósk yfir tímabil eða hluta úr degi. Ef ekkert er sett í tímasvæði óskar þá er verið að óska eftir leyfi allan daginn.
Með því að smella á hlekkina í dálkunum "Staða" og "Samþykkja" er hægt að opna óskina.
Samþykkja
Já = ósk samþykkt.
Nei = ósk hafnað
Í vinnslu = yfirmaður hefur ekki tekið afstöðu
Um leið og yfirmaður samþykkir leyfisósk þá eru sjálfkrafa settar niður samþykktar fjarvistir yfir umrætt tímabil.
Skráð er á fjarvistina hver samþykkti leyfisóskina.
Yfirmaður getur samþykkt leyfisóskina að hluta (breytir tímabilinu). Starfsmaður sér að tímabili hefur verið breytt ef textinn verður rauður.
Athugið að ef yfirmaður hefur samþykkt leyfisósk þá getur hann ekki breytt tímabili eða tíma nema setja leyfisóskina fyrst í stöðuna "Í vinnslu" eða "Nei" (ósamþykkt). Eftir það getur hann gert breytingar og samþykkt leyfið aftur.