Starfsmenn í sjálfsafgreiðslu og yfirmenn (fyrir sína starfsmenn)
Starfsmenn skrái vinnu sína.
Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur -> Tímafærslur.
Í tímafærslumyndinni er Verkskráning valin. Þar er síðan smellt á táknið til að komast í verkskráningarmyndina.
Smellið
hér til að sjá nánar.
Skráning á vinnu í verkbókhaldið er framkvæmd í myndinni hér fyrir neðan.
Velja þarf flipann "Skrá vinnu", ef hann er ekki valinn nú þegar.
Skrá þarf inn verknúmer og verkhluta. Ef smellt er á vasaljósið birtist leitargluggi þar sem hægt er að leita eftir verknúmerum, heiti verks eða sjá 10 - 30 síðustu verknúmer sem notuð hafa verið.
Skrá þarf inn verktegund og tímafjölda. Skýringu ef við á. Hægt er að sjá í "Eftir að skrá" hve mikið á eftir að skrá miðað við unninn tíma, rauð tala, eða hve mikið er búið að skrá umfram, blá tala.
Hægt er að hreinsa línu með því að smella á Hreinsa hnappinn aftast í línunni.
Til að vista skráninguna þarf að smella á vista hnappinn neðst í vinstra horni myndarinnar. Þá er færslan sett í stöðuna "Tilbúið". Eftir að búið er að senda vinnuskýrsluna til verkbókhalds er staðan sett sem "Bókað".
Vista þarf skráningu áður en farið er yfir á næsta dag eða á milli flipa.
Með því að smella á neðst
í vinstra horninu er hægt að stilla hvort dálkurinn málanúmer birtist
og fjölda í leitarglugga.