Starfsmenn í sjálfsafgreiðslu og yfirmenn (fyrir sína starfsmenn)
Starfsmenn geti leitað að verknúmerum þegar þeir skrá í verkbókhaldið.
Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur -> Tímafærslur.
Í tímafærslumyndinni er "Verkskráning" valin. Þar er síðan smellt
á táknið til að komast í verkskráningarmyndina.
Þar er smellt á vasaljósið til að fá upp leitargluggann.
Hægt er að leita eftir verknúmeri eða hluta úr verknúmeri, nafni eða hluta úr nafni, kennitölu eða viðskiptavin. Sjá mynd hér fyrir neðan.
Að hámarki eru aðeins sótt fyrstu 30 verknúmerin sem uppfylla leitarskilyrðin.
Þegar smellt er á verknúmer sjást verkhlutar sem skráðir eru á verkið í dálkinum hægra megin.
Einnig er hægt að leita eftir síðustu verknúmerum sem skráð var á.
Sjá mynd hér fyrir neðan.
Setja þarf inn fjölda síðustu verknúmera sem sækja á og smella á hnappinn "síðustu". Í dálkinum hægra megin birtast þau verknúmer sem síðast voru notuð og úr þeim lista er verknúmer sem nota á valið. Að lokum er smellt á hnappinn "Skrá" og er þá farið tilbaka í verkskráningargluggann.