Í verkbókhaldi VinnuStundar geta starfsmenn skráð vinnu sína og notkun á tækjum og öðrum auðlindum.
Hver skráning (vinna og tækjaskráning) hefur stöðu (Tilbúið, Samþykkt eða Bókað).
Skráningar í stöðunni "Tilbúið" fara í samþykktaferli yfirmanna. Samþykktar færslur eru reglulega sendar yfir til verkbókhalds. Það er því hægt að fylgjast með stöðu verkefna daglega.
Til að komast inn í verkbókhaldið þarf að fara í Tímafærslur -> Tímafærslur.
Þar er valið tímabil og sá starfsmaður sem vinna á með (ef yfirmaður er að vinna).
Í tímafærslumyndinni sjálfri er smellt á flipann "Verkskráning".
Í verkskráningu er hægt að velja um að skrá daga (tímabil), viku eða einn dag.