Tengja starfsmann við ákveðna vaktarúllu í Vinnu. Einnig hægt í Stund.
Vaktasmiðir.
Í Vinnu. Velja Vaktarúllur->Breyta->Flipinn Starfsmenn tengdir við rúllu.
Það þarf að vera búið að setja starfsmann í vaktahóp áður en vaktarúlla er tengd við hann.
Smelltu á flipann Starfsmenn tengdir við rúllu.
Hér er hægt að nýskrá, breyta og eyða tengingu starfsmanns við vaktarúllu.
Til að breyta tengingu starfsmanns
sem nú þegar er tengdur við rúlluna smelltu á
hnappinn.
Til að tengja starfsmann
sem ekki er tengdur rúllunni nú þegar smelltu á
hnappinn.
Til að setja lokadagsetningu
á tengingu starfsmanns við rúlluna smelltu á
hnappinn.
Opnaðu þá vaktarúllu sem tengja á við starfsmann.
Smelltu
á hnappinn (sjá Mynd 1).
Smelltu á hnappinn "Veldu starfsmann".
Í listanum birtist nafn, starfsnúmer, skammstöfun og hæfni starfsins.
Dagsetningin í dag birtist sjálfgefið í dagsetningarsvæðinu og í í lista birtast þeir starfsmenn sem eru í gildu starfi í dag. Ef sækja á starfsmenn sem byrjar fram í tímann er dagsetningunni breytt og smellt á "Sækja" hnappinn þannig að í listanum er hægt að velja þá starfsmenn sem eru í starfi á þeirri dagsetningu sem valin er.
Veldu nafn starfsmanns sem tengja á við rúlluna og smelltu á "Staðfesta" hnappinn.
Athugið að í listanum birtast eingöngu þeir starfsmenn sem eru í vaktahóp. Ef starfsmaður birtist ekki í listanum skaltu athuga hvort ekki eigi eftir að bæta honum í vaktahóp.
Fylltu út í byrjunardagsetningu og númer á fyrsta degi (þ.e. hvar í rúllunni starfsmaðurinn er staddur miðað við byrjunardagsetningu)
Smelltu á "Vista" hnappinn.
Veldu nafn þess starfsmanns sem á að breyta úr lista í flipanum Tengdir starfsmenn (sjá Mynd1).
Smelltu á
til að breyta og
til að eyða tengingu.
Smelltu á "Vista" eða "Eyða" hnappinn.