Viðveruhluti kerfisins heldur utan um:
Viðveru starfsmanna á vinnustað
Tímaskráningar á einingar óháð því hvenær vinnan er unnin
Leyfi (orlof, vetrarfrí o.fl.), inneign og ávinnslu skv. kjarasamningum
Reiknaðar forsendur launa (álög, yfirvinnu, kaffitíma og útköll) út frá vaktaáætlunum, stimplunum og gildandi kjarasamningum
Samþykktaferli vegna tímaskráninga og beiðna um leyfi
Vinnuskil sveigjanlegra starfsmanna (sveigjanleiki í vinnuskilum)
Yfirvinnusamninga fyrir starfsmenn þar sem t.d. er hægt að skilgreina þak á yfirvinnu og fasta yfirvinnu
Sendir forsendur launa til launakerfis
Kerfið gerir ráð fyrir starfsmönnum með eftirfarandi vinnutímaskipulag:
vinnumönnum með sveigjanlegan vinnutíma
dagvinnumönnum með fastan vinnutíma
dagvinnumönnum með vinnuskyldu utan dagvinnumarka
dagvinnumönnum á vöktum
tímavinnumönnum á tímav.
tímavinnumönnum með fastan vinnutíma
tímavinnumönnum á vöktum
tímavinnumönnum með sveigjanlegan vinnutíma
tímavinnumönnum á tímav. - eftirlaunaþegar
vaktavinnumönnumdag
Tengja má stimpilklukkur og símkerfi á einfaldan hátt við Stund. Í viðveruhlutanum er innbyggð stimpilklukka og vefklukka.
Meðhöndlun og útreikningur tímafærslna fer eftir vinnutímaskipulagi starfsmanna og gildandi kjarasamningum.