Flytja bakvaktartíma í leyfi

Greiðslur vegna unninna bakvaktartíma er hægt að flytja í leyfi ef starfsmaður hefur leyfisréttindin "Frí vegna bakvakta".

Hver framkvæmir

Starfsmaðurinn sjálfur.

Tilgangur

Starfsmaður getur flutt hluta af unnum bakvöktum yfir í leyfi.

Áður gert

Vera búinn að tengja starfsmann í VS

Leyfisréttindi tengd við starfsmann

Hvar og hvernig gert

Ef starfsmaður vill flytja hluta af bakvaktartímum sínum í leyfi þarf hann að skrá inn ósk um það í sjálfsþjónustu VinnuStundar áður en yfirmaður keyrir launabunka.

 

Fara í ábyrgðasvið Leyfi og smella þar á hnappinn "Færa bakvaktatíma í leyfi", skrá síðan inn tímafjölda sem flytja á í leyfi (sjá myndir).

 

sjalfsth_flytja_bakvaktir_i_leyfi.gif

 

sjalfsth_skra_fjolda_bakvaktatima_i_leyfi.gif