Breyta bakvöktum í leyfi

Hver framkvæmir

Starfsmaður sjálfur

Tilgangur

Starfsmaður getur sent inn beiðni um að færa bakvaktartíma í leyfi.

 

Ef starfsmaður er með leyfissamning af tegund “Frí vegna bakvakta” getur yfirmaður hans sent inn ósk um að bakvaktartímar séu fluttir í leyfi með því að smella á i_icon.gif í dálkinum Sýsla við leyfistegundina Frí vegna bakvakta (starfsmaðurinn getur sjálfur gert það í sjálfþjónustunni) :

 

leyfisrettindi_frivegnabakvakta.gif

 

Upp kemur eftirfarandi mynd þar sem birtast allar beiðnir sem hann hefur skráð (ef einhverjar eru til).  “Launategund” segir til um hvaða bakvaktalaunategund hann bað um að breyta í leyfi.  “Tímar staðfest” er raunverulegur bakvaktatímafjöldi sem breytt var í leyfi en “Tímafjöldi í leyfi” er tímafjöldinn sem hann fær í leyfi (t.d. fær starfsmaður 0,33 tíma í leyfi fyrir hvern tíma af tegund “Bakvakt I”).

Leyfisbeiðnirnar eru staðfestar í hvert sinn sem búinn er til launabunki á skipulagseiningunni.

 

skra_osk_flytja_bakvatir_i_leyfi.gif

 

Starfsmaður smellir á hnappinn “Færa bakvaktatíma í leyfi” (sjá mynd að ofan) til að skrá nýja beiðni.  Þá kemur upp eftirfarandi mynd þar sem skráður er tímafjöldi og valin launategund.  Einnig er hægt að breyta beiðni (ef hún hefur ekki verið staðfest) og þá kemur upp sama mynd:

 

skra_beidni_um_bakvatir_i_leyfi.gif