Þegar vinnufyrirkomulag er búið til er hægt að skilgreina viðveru niður á tímabil.
Þetta er helst notað í grunnskólum þar sem vinnuskylda er mismunandi eftir því hvort um er að ræða starfstíma skóla eða ekki.
Skrá þarf tímabil fyrir hverja skipulagseiningu fyrir sig og fyrir hvert skólaár.
Sjá nánari upplýsingar um grunnskóla í Vinnustund hér.
Athugið að ef það gleymist að skrá inn tímabil fyrir nýtt skólaár áður en það hefst, þá getur kerfið ekki búið til vinnutíma á starfsfólk.
Ef tímabil eru skráð aftur í tímann þá þarf að endurreikna starfsfólk á þeim deildum þar sem tímabil eru notuð (yfirfara - endurútreikningur).
Launafulltrúi
Þegar tímabil er skilgreint er hægt að nýskrá tímabil frá grunni eða afrita tímabil sem útbúið hefur verið fyrir aðra skipulagseiningu.
Fyrir upphaf skólaárs í grunnskólum er hægt að nýskrá tímabil fyrir eina skipulagseiningu og afritað svo á aðrar skipulagseiningar ef skóladagatöl eru eins eða það svipuð að það er fljótlegra að afrita og breyta heldur en að nýskrá aftur.
Fara í Stýringar ->Tímabil. Velja nýskrá hnapp efst í hægra horni.
Skrá í innsláttarsvæðin og vista.
Heiti má vera hvaða einkvæmi texti sem er en ágætt er að búa sér til einhvers konar reglu fyrir heiti.
Hér er dæmi um hvernig skólaárinu er skipt upp í tímabil sem eru á starfstíma og utan starfstíma
Tegundir tímabila
Mismunandi tegundir af tímabilum eru til fyrir starfsstéttir í grunnskólum ef tímabilin eru ekki eins;
KIK - kennarar
KIN - námsráðgjafar
ALM - almennt starfsfólk
TON - tónlistarskólar
ÞÍ - þroskaþjálfar
Einungis er hægt að nota eina tegund tímabils fyrir hverja skipulagseiningu.
Ef skrá þarf mismunandi tímabil fyrir starfsstéttir, þá þarf að skipta starfsstéttunum upp á skipulagseiningar.
Dæmi: kennarar eru á skipulagseiningunni "Skóli A Kennarar" og þar eru skilgreind tímabil af tegundunum KIKStarfstími skóla og KIKUtan starfstíma skóla.
Námsráðgjafar eru á skipulagseiningunni "Skóli A Námsráðgjafar" og þar eru skilgreind tímabil af tegundunum KINStarfstími skóla og KINUtan starfstíma skóla.
Sjá kjarasamninga varðandi vinnuskyldu á starfstíma skóla fyrir aðrar stéttir en kennara ef ákveðið er að skrá mismunandi tímabil fyrir hópana.
Algengt er að starfsstéttir séu saman á skipulagseiningu og eingöngu skilgreint tímabil af tegundinni KIK fyrir alla.
Fara í Stýringar ->
Tímabil og velja skipulagseiningu og tímabil sem nota á til afritunar.
Þegar smellt er á Leita hnapp birtist listi yfir þegar skráð tímabil sem
eiga við leitarskilyrðin.
Haka í þær línur sem á að afrita. Ef afrita á allar línurnar þá þarf að haka í þær allar.
Velja úr fellilista efst til hægri þá skipulagseiningu sem tímabilið á að afritast yfir á. Smella á hnappinn fyrir framan fellilistann, þ.e. Afrita á skipulagseiningu.
Þegar búið er að afrita tímabil er hægt að breyta einstökum línum með því að smella á blýantinn aftast í hverri línu, t.d. ef skóladagatöl er ekki nákvæmlega eins milli skóla.
Þegar vinnufyrirkomulag er útbúið er hægt að tilgreina mismunandi viðveru eftir tímabilum.
Til að það sé hægt þarf að setja stillinguna Notar sérstakt tímabil á Já á vinnufyrirkomulaginu, þá bætist við dálkurinn Sérstakt tímabil fremst í vinnufyrirkomulagi.
Hér má sjá dæmi um vinnufyrirkomulag sem er með mismunandi viðveru eftir tímabilum.
Algengast er í grunnskólum að nota vinnutímaskipulagið "Dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma" og víða er einnig notuð stillingin "Starfshlutfall stýrir" = já sem þýðir að fólk í hlutastarfi fær útreiknaðan vinnutíma með upphafstíma eins og vinnufyrirkomulag segir til um og vinnutími er styttur í lok dagsins.
Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að meta hvenær hentar betur að búa til vinnufyrirkomulög sniðin að vinnutíma hvers og eins og er það þá helst ef starfsfólk vinnur ekki alla daga vikunnar sem "starfshlutfall stýrir" hentar síður.
Sjá nánari leiðbeiningar hér varðandi "starfshlutfall stýrir" stillinguna.