Um veikindi

Í VinnuStund er haldið utan um þann rétt til launa sem starfsmaður hefur unnið sér inn vegna veikinda og vinnuslysa.

 

Réttur til launa vegna veikinda og slysa fer eftir ákvæðum þess kjarasamnings sem viðkomandi starf starfsmannsins tilheyrir.

  

Yfirmaður skráir starfmann í veikindaleyfi með fjarvistategundum fyrir veikindi og/eða vinnuslys.

 

Í veikindum getur starfsmaður átt að fá greitt meðaltal yfirvinnustunda eins og samningar segja til um.  

Meðaltal yfirvinnustunda er fundið með skýrslunni ‘Meðaltal launategunda’ og velja þar launategundina yfirvinna .

 

Skýrslan veikindaréttur sýnir stöðu veikindaréttar ár aftur í tímann frá viðmiðunardegi.

 

Sjá einnig Veikindaréttur