Í Stund er haldið utan um það hvaða rétt til launa starfsmaður hefur unnið sér inn vegna veikinda og vinnuslysa.
Réttur til launa vegna veikinda og slysa fer eftir ákvæðum þess kjarasamnings sem viðkomandi starf tilheyrir.
Veikindaréttur er skilgreindur miðlægt í kerfinu og síðan tengdur við kjarasamning.
Veikindaréttur og útreikningur veikindadaga er háður starfsaldri, starfaflokki og starfshlutfalli.
Starfsaldur til veikinda er lesinn úr starfsmannakerfi/launakerfi. Starfsaldur er reiknaður í mánuðum. Starfshlutfall er einnig lesið úr starfsmannakerfi/launakerfi. Ef starfshlutfall er ekki til í launakerfi þá er möguleiki á að breyta virkninni í Stund þannig að starfshlutfallið verði lesið og skráð þar. Þetta er gert í innleiðingu.
Tengja veikindarétt við samning.
Starfaflokkar í Stund eru:
Vaktavinnumenn.
Dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma.
Dagvinnumenn með fastan vinnutíma.
Dagvinnumenn með vinnuskyldu utan dagvinnumarka.
Dagvinnumenn á vöktum.
Dagvinnumenn með breytilegan vinnutíma (ekki til hjá Fjársýslunni)
Vaktavinnumenn sem vinna ekki rauða daga
Tímavinnumenn í tímavinnu.
Tímavinnumenn á vöktum.
Tímavinnumenn með fastan vinnutíma.
Tímavinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma.
Tímavinnumenn í tímav - eftirlaunaþegar.
Veikindaréttur er skilgreindur í VinnuStund og tengdur á samning. Tvenns konar veikindaréttur er til:
Almennur veikindaréttur sem gildir fyrir:
Vaktavinnumenn
Dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma
Dagvinnumenn með fastan vinnutíma
Dagvinnumenn með vinnuskyldu utan dagvinnumarka
Dagvinnumenn á vöktum
Vaktavinnumenn sem vinna ekki rauða daga
2. Veikindaréttur Tímavinnumanna sem gildir fyrir:
Tímavinnumenn á vöktum
Tímavinnumenn með fastan vinnutíma
Tímavinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma
Tímavinnumenn í tímav. - eftirlaunaþegar
Velja flipann Veikindi eða Vinnuslys, eftir því hvaða réttindi á að skrá.
Með því smella á flipann Samningar er hægt að sjá á hvaða kjarasamninga viðkomandi veikindaréttur er tengdur.
Til dæmis er veikindarétturinn á myndinni hér fyrir neðan tengdur mörgum kjarasamningum. Allir starfsmenn sem tengdir eru þessum samningum hafa þar með þau réttindi sem þessi tiltekni veikindaréttur segir til um.
Veikindaréttur starfsmanns miðast við starfsaldur til veikinda sem er að finna í starfsmannasíðunni (Starfsmaður -> Starfsmaður).
Tengja veikindarétt við samning:
Til að tengja veikindarétt við samning er farið í Samningar->Samningar.
Þar er smellt á flipann Veikindaréttindi og smellt á Nýskrá hnappinn.
Velja þarf veikindarétt úr vallista og setja inn gildisdagsetningu frá.