Úttekt veikinda hjá starfsmanni

Veikindaréttur starfsmanns er reiknaður miðað við viðmiðunardagsetningu

 

Réttur starfsmanns skiptist í veikindi og vinnuslys.

 

Til að finna út rétt starfsmanns á viðmiðunardegi þá eru eftirtalin atriði notuð fyrir starfsmann:

 

    1. Samingur starfsmanns => veikindaréttur sem tengdur er samningi

    2. Starfsaldur starfsmanns

    3. Starfshlutfall starfsmanns

    4. Starfaflokkur starfsmanns í VinnuStund (fundinn út frá vinnufyrirkomulagi).

 

Sjá einnig Veikindaréttur.

 

Fjarvistategundir veikinda og vinnuslysa:

 

Fjavistategundir eru skilgreindar undir Stýringar->Fjarvistategundir.

 

Athugið: Almenn túlkun í kjarasamningum varðandi veikindi og vinnuslys er sú að fyrst er veikindarétturinn tekinn út áður en farið er að skrá á vinnuslys.

 

 

Úttekt veikinda hjá starfsmanni

 

Úttekt veikinda er reiknuð ár aftur í tímann frá viðmiðunardegi.

 

Útreikningur á úttekt veikinda dagvinnumanns er tvenns konar, fer eftir starfshlutfalli starfsmanns á hverjum tíma.

 

  1. Starfsmenn í 100% starfi og ekki vaktavinnumenn

 

Veikindin eru talin í dögum og eru óháð tímafjölda.

 

Skráð eru veikindi fyrir þá daga sem lenda inn á milli t.d. um helgar hjá dagvinnumönnum. Sjá nánar í skráningu veikinda. Þessar færslur eru taldar með í veikindaúttekt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmi:

100% starfsmaður, allar skráðar veikindafjarvistir teljast, líka þeir dagar sem þeir eiga ekki vinnuskyldu. Ef starfsmaður er skráður í veikindi frá sunnudegi til sunnudags þá telur frádrátturinn 8 daga eða alla almanaksdagana.

 

 

sun

mán

þri

mið

fim

fös

lau

sun

samtals úttekt

Vinnutími

 

08:00 - 16:00

08:00 - 16:00

08:00 - 16:00

08:00 - 16:00

08:00 - 16:00

 

 

 

Skráð fjarvist

Veik

Veik

Veik

Veik

Veik

Veik

Veik

Veik

 

 

Útteknir dagar

1

1

1

1

1

1

1

1

8

 

 

    2.   Starfsmenn í hlutastarfi

 

Veikindi eru reiknuð út samkvæmt formúlunni:

 

Tímafjöldi veikinda / vinnustundir sem starfsmaður á að skila á viku * 7

 

 

 

Tímafjöldi veikinda = fjöldi tíma sem starfsmaður er veikur samkvæmt skráningu.

Vinnustundir sem starfsmaður á að skila á viku = vinnustundir á viku á kjarasamningi.

 

Dæmi:

50% starfsmaður vinnur alla virka daga frá 8-12 er skráður í veikindi frá sunnudegi til sunnudags, frádrátturinn er þá (4 tímar / 20 tímar vinnuskylda per viku) * 7 = 1,4 fyrir hvern virkan vinnuskyldudag eða alls 7 daga en ekki þá daga sem starfsmaður á ekki vinnuskyldu.

 

 

sun

mán

þri

mið

fim

fös

lau

sun

samtals úttekt

Vinnutími

 

08:00 - 12:00

08:00 - 12:00

08:00 - 12:00

08:00 - 12:00

08:00 - 12:00

 

 

 

Skráð fjavist

Veik

Veik

Veik

Veik

Veik

Veik

Veik

Veik

 

 

Útteknir dagar

0

1,4

1.4

1.4

1.4

1,4

0

0

7

 

Varðandi mörg störf, þá er veikindarétturinn reiknaður út frá starfinu ekki kennitölunni, það þarf því að skoða þá starfsmenn sérstaklega.

 

   3. Vaktavinnumenn

 

Úttekt vaktavinnumanna á veikindarétti  er stillanleg í VinnuStund og  hægt að reikna á þrjá vegu.

Stillingar eru settar á kjarasamning.  Sjálfgefið á kjarasamningi er stilling a).

Öll dæmin hér að neðan eru sett upp fyrir vaktavinnumann sem á að vinna 12 tíma vakt á mánudegi og líka á fimmtudegi. Hann er veikur frá mánudegi til og með fimmtudegi.

 

a) Eins og starfsmenn í hlutastarfi

 

Úttekt = (skráðir tímar / vinnuskylda á viku) * 7

Vaktin er 12 tímar, vinnuskylda á viku er 40 tímar og 7 eru dagarnir í vikunni.

 

 

mán

þri

mið

fim

samtals úttekt

Vakt

08:00 - 20:00

 

 

08:00 - 20:00

 

Fjarvist

Veik

Veik

Veik

Veik

 

Útteknir dagar

2,1

0

0

2,1

4,2

 

Stilling á kjarasamningi:

 Svæðið „Veikindaúttekt vaktavinnumanna“ = “m.v.viku“

 

b) Eins og dagvinnumenn í 100% starfi

 

Úttekt skráist sem einn dagur ef veikindi eru skráð á dag.

 

 

mán

þri

mið

fim

samtals úttekt

Vakt

08:00 - 20:00

 

 

08:00 - 20:00

 

Fjarvist

Veik

Veik

Veik

Veik

 

Útteknir dagar

1

1

1

1

4

 

Stilling á kjarasamningi:

 Svæðið „Veikindaúttekt vaktavinnumanna“ = „Dagur á móti degi“.

 

c) Með mánaðarveikindastuðli

 

Úttekt = (skráðir tímar / vinnuskylda á mánuði) * meðalfjöldi virkra vinnudaga á mánuði

Vaktin er 12 tímar, vinnuskylda á mánuði er 182,4 tímar og meðalfjöldi virkra daga á mánuði er 21,67.

 

 

mán

þri

mið

fim

samtals úttekt

Vakt

08:00 - 20:00

 

 

08:00 - 20:00

 

Fjarvist

Veik

Veik

Veik

Veik

 

Útteknir dagar

1,43

0

0

1,43

2,86

 

Stilling á kjarasamningi:

 

Skráning veikinda

 

Ef starfsmaður er vaktavinnumaður og engar vaktir eru til á tímabilinu þá eru settar niður meðaltalsvaktir, annars er fyllt upp í þær vaktir sem eru á skrá.