Næsti yfirmaður, launadeild, starfsmannadeild.
Hægt þarf að vera að skoða yfirlit yfir veikindarétt starfsmanna.
Starfsmaður tengdur við kjarasamning sem hefur á sér veikindarétt.
Fara í ábyrgðasvið Skýrslur, aðgerðina Veikindaréttur. Hrinda af stað leit að starfsmönnum sem skoða á veikindarétt hjá.
Aðgerð |
Vinnuleið |
Lýsing |
Skýrslur -> Veikindaréttur |
Fá yfirlit yfir veikindarétt valinna starfsmanna |
Skoða veikindarétt(Skýrslur -> Veikindaréttur)
Skýrslan sýnir veikindarétt niður á starf ár aftur í tímann, útfrá viðmiðunardegi.
Ef starfsmaður er í öðrum störfum innan stofnunar þá birtist ábending um það í dálkinum "Önnur störf", þar eru birt önnur starfsnúmer viðkomandi starfsmanns.
Tölur innan sviga í réttindadálkinum eiga við rétt vegna vinnuslysa.
Með því að smella á i-ið í "Nánar" dálkinum er hægt að skoða allar úttektir á veikindarétti.