Yfirvinnusamningur

Stofnanir geta gert yfirvinnusamninga milli einstakra starfsmanna og stofnunar.

Þá er yfirvinna greidd samkvæmt ákveðnum reglum.

Hver framkvæmir

Launafulltrúar í VinnuStund

Tilgangur

Skilgreina yfirvinnusamninga í Stund.

Áður gert

Tengja skipulagseiningu í VS

Tengja launategund við stofnun

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Stýringar, aðgerðina Yfirvinnusamningar. Velja yfirvinnusamning til að vinna með eða smella á plúsinn efst í hægra horninu til að nýskrá samning.

 

yfirv_skoda.gif

 

Yfirvinnusamningar:

 

Yfirvinnusamningar skiptast í tvo flokka:

 

Virkt ef föst yfirvinna á yfirvinnusamningi er stærri en 0.

Nýtt svæði á yfirvinnusamningi, Draga fasta tíma af vinnuskilum, ef hakað er við það er hægt að láta föstu tímana dragast af vinnuskilum.

Virkt ef föst yfirvinna á yfirvinnusamningi er 0 eða svæðið er autt.

 

Svæði í yfirvinnusamningi:

 

Föst yfirvinna

Fastir tímar – Óháð yfirvinnu sem unnin er

Hámark yfirvinnu

SÍA – Þak á yfirvinnu

Yfirvinna greidd eftir

SÍA - Lágmark uppgjörstímabil

Yfirvinna eftir klst í leyfi

SÍA - Yfirvinna greidd eftir að tímar eru fluttir í leyfi

Útkall greitt

SÍA - Útköll

Lágmark yfirvinna á dag

SÍA - Lágmark per dag

Umfram yfirvinna á dag

SÍA - Umfram per dag

Yfirvinna eftir í leyfi

SÍA - Umfram fer í leyfi

Yfirvinna ekki greidd - tímabil

SÍA - Tímabil

Yfirvinna ekki greidd daga

SÍA - Dagar

Kostnaðarfærsla greidd

SÍA - Yfirvinna sem er kostnaðarfærð er greidd

Föst yfirvinna dregst frá vinnuskilum

SÍA - Fastir tímar - láta föstu yfirvinnuna dragast frá vinnuskilum.

 

 

Nýtt: Opið fyrir alla sigtisyfirvinnusamninga að flytja umframtíma (þ.e. það sem á að greiða) í leyfi svo framarlega sem starfsmenn hafa leyfissamninginn ‘Frí í stað greiðslu fyrir yfirvinnu’.

 

 

 

 

 

Sigti:

Útreikningur á vinnuskilum

Yfirvinnusamningar Fastir tímar

Ný  staða í vinnuskilum = Eldri staða í vinnuskilum + Staða vinnuskila

 

Ef hakað er við að draga eigi fasta tíma frá vinnuskilum :

Ný staða í vinnuskilum = Eldri staða í vinnuskilum + Staða í vinnuskilum - fastir tímar samkvæmt samningi.

 

Yfirvinnusamningar SÍA

Ný staða í vinnuskilum = eldri staða í vinnuskilum + Staða vinnuskila - Greiddir tímar - Tímar fluttir í leyfi.

 

 

Dæmi um yfirvinnusamninga:

 

yfirvinnusamningar_nyskra.gif

 

 

Svæði

Lýsing

Heiti

Heiti yfirvinnusamnings

Föst yfirvinna á uppgjörstímabili (klst)

Fastur tímafjöldi sem starfsmaður á að fá greiddan í yfirvinnu á uppgjörstímabili.

Starfsmaður fær alltaf greidda skilgreinda yfirvinnutíma á uppgjörstímabili óháð því hvað hann vinnur marga yfirvinnutíma.

Sett á uppgjörstímabil svo ef starfsmaður á að fá 40 tíma á mánuði en mánuði er skipt í 2 tímabil þá eiga að vera 20 tímar í samningnum.

Hámark yfirvinnu á uppgjörstímabili (klst)

Hámarkstímafjöldi sem starfsmaður á að fá greiddan í yfirvinnu á uppgjörstímabili. Þó starfsmaður skili meiri yfirvinnu þá er þessi fjöldi aðeins sendur til launakerfis.

Yfirvinna á uppgjörstímabili greidd eftir (klst)

Yfirvinna umfram ákveðna tíma greidd.

Dæmi: Yfirvinna á uppgjörstímabili greidd eftir 10 tíma.

Ef starfsmaður vinnur 10 tíma þá fær hann enga yfirvinnu greidda.

Ef starfsmaður vinnur 15 tíma þá fær hann greidda 5 tíma í yfirvinnu.

Yfirvinna eftir klst. í leyfi

Yfirvinna umfram ákveðna tíma flutt í leyfi.

Starfsmaður þarf þá að hafa leyfissamninginn “Frí í stað greiðslu fyrir yfirvinnu”.

Útkall greitt

Á að greiða útkall eða ekki.

Lágmarks yfirvinna á dag (klst)

Yfirvinna sem er unnin á einum degi er ekki greidd nema tímafjöldinn fari yfir x margar klst.  Ef lágmark er t.d. 4 tímar:

- unnið 3 tíma, ekkert greitt

- unnið 5 tíma, 5 tímar greiddir

Umfram yfirvinna á dag (klst)

Yfirvinna umfram ákveðna tíma greitt. Ef umfram yfirvinna er 3 tímar:

- unnið 3 tíma, ekkert greitt

- unnið 5 tíma, 2 tímar greiddir

Uppgjörstímabil sent til launakerfis

Á að senda dagsetningar uppgjörstímabils með til launakerfis.

Yfirvinnusamningur í gildi

Er yfirvinnusamningur í gildi. Ekki hægt að tengja starfsmenn við yfirvinnusamning sem er ekki í gildi.

Kostnaðarfærsla greidd

Þær færslur sem eru kostnaðarfærðar greiddar sem yfirvinna, þó að starfsmaður sé með yfirvinnusamning, engin yfirvinna greidd.

Mínus mánaðarlaun dragast frá

Ef mínus er á mánaðarlaunum er það dregið af yfirvinnunni

Föst yfirvinna dregst frá vinnuskilum

Hægt að láta föstu yfrivinnuna dragast frá vinnuskilum

 

Hægt er að skilgreina yfirvinnusamninga þannig að yfirvinna sé aðeins greidd ákveðna daga.

Fyrst þarf að skilgreina yfirvinnusamninginn og vista. Opna hann síðan og þá er hægt að skilgreina dagana.

 

yfirv_gr_akv_daga.gif

 

Í flipanum starfsmenn er hægt að sjá hvaða starfsmenn eru tengdir við yfirvinnusamninginn.

 

Takmarkanir yfirvinnusamninga:

 

Ef yfirvinnusamningur er skráður á starfsmann þá útilokar það eftirfarandi:

 

 

Þessi takmörkun gildir fyrir allar tegundir yfirvinnusamninga.

 

Starfsmaður má aðeins hafa eina tegund yfirvinnusamnings á uppgjörstímabili.

 

Samningar ganga ekki saman, þ.e. ekki er hægt að hafa t.d. samning sem er bæði með lágmark yfirvinnu á dag og hámark yfirvinnu á tímabili.