Launategundir

Launategundum er viðhaldið miðlægt í Stund.

 

Tenging launategunda við kerfið er forsenda þess að hægt sé að nota rétta launategund við launaútreikning.

Launategundir eru tengdar reiknireglum sem síðan eru notaðar við launaútreikninga.

Ekki er hægt að tengja aukatíma við launategund nema búið sé að tengja viðkomandi launategund í Stund.

 

Launategund er tengd við VinnuStund með eftirfarandi vinnuleið:

 

Samningar ->  Samningar -> Launategundir -> Tengja

 

Smellt er á "Tengja hlekkinn" til að tenga launategund við Stund.

Þegar búið er að tengja launategundina verður nafn hennar að hlekk. Smella á hlekkinn með nafni launategundar til að setja inn það heiti sem birtast á í tímauppgjörsmyndum.

Dæmi: Bakvakt II hér að neðan birtist sem launategund 475 í tímafærslumyndum.

 

launategundir_vinnustund.gif

 

Hægt er að setja ákveðnar stýringar á launategundir. Eftir að búið er að tengja launategund verður nafn hennar að hlekk. Með því að smella á þenna hlekk er hægt að komast inn í stýringar launategundar.

 

launategundir_styringar.gif

 

Stýring

Lýsing

Frádráttarlaunategund

Ef já þá eru tímar á þessari launategund sendir yfir til launakerfis sem mínus tímar.

Verkbókhald

Segir til um hvort verkbókhald telji með tíma á viðkomandi launategund

Hlutfallslaunategund

Ef já þá er við bunkagerð sett hlutfall af mánaðarlaunum í svæðið "Tímar til launakerfis" í stað tíma.