Aukatímar

Tímar sem starfsmaður fær fyrir ákveðna vinnu, til dæmis vegna

 

• Aðlögunar nýs starfsmanns

• Sérverkefnis

• Heimavinnu

• Matar- eða kaffitíma ef starfsmaður kemst ekki í mat eða kaffi

 

Aukatímar geta haft fastan tímafjölda.

Aukatímar verða alltaf að færast á ákveðna launategund sem hefur verið skilgreind fyrir stofnunina.

Hægt er að taka aukatíma út í skýrslum.

 

Hver framkvæmir

Launafulltrúar í VinnuStund

Tilgangur

Viðhalda aukatímum í kerfinu.

Áður gert

Tengja skipulagseiningu í VS

Tengja launategund við stofnun

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Stýringar, aðgerðina Aukatímar. Smella á heiti aukatíma til að breyta eða smella á plúsinn til að nýskrá aukatíma

 

skra_breyta_aukatima.gif

 

Þegar smellt er á heiti aukatíma þá birtist skráningargluggi þar sem hægt er að breyta upplýsingum.

Ef að búið er að skrá aukatímann á tímafærslu þá er aðeins hægt að breyta skráningarleyfi og lýsingu.

Alltaf þarf að tengja launategund við aukatíma.

 

Hægt er að skrá fastan tímafjölda á aukatíma. Starfsmaður getur þó yfirskrifað þann tímafjölda þegar hann skráir aukatíma í sjálfsþjónustu.

 

Launafulltrúi getur skráð aukatíma og skilyrt hann við ákveðna kjarasamninga. Á þann hátt er eingöngu hægt að skrá viðkomandi aukatíma á þá starfsmenn sem tilheyra skráðum kjarasamningi

 

Á myndinni hér fyrir neðan er aukatími sem tengist ekki ákveðnum kjarasamningi.

 

aukatimar_nyskra.gif

 

Í skráningarmyndinni hér fyrir neðan er já í "Takmarkað við samninga". Þá bætist við flipamynd fyrir neðan skráningarsvæðin þar sem hægt er að tengja ákveðna kjarasamninga við viðkomandi aukatíma. Í dæminu hér fyrir neðan er aðeins hægt að skrá aukatímann PHJUK á störf sem tengd eru við kjarasamning 661 - Félag íslenskra hjúkurnarfræðinga.

aukatimia_skra_samninga.gif

Eyða hnappurinn birtist aðeins í skráningarglugganum ef að eyða má aukatíma. Ekki má eyða aukatíma sem búið er að nota í tímafærslu.

 

aukatimi_eyda.gif