Starfsmenn með yfirmannsaðgang geta valið Skýrslur og Verkskráning.
Þá birtist ný skýrsla þar sem þeir geta leitað eftir starfseiningum sem þeir hafa aðgang að, verkefnum (verknúmeri eða heiti), verkhluta (verkhlutanúmeri eða heiti), nafni starfsmanns eða starfsmanna, uppgjörstímabili eða ákveðinni viku sjá hér.
Þá geta þeir einnig valið að leita eftir verknúmeri á öllum skipulagseiningum.
Þá geta þeir birt skýrslur yfir tíma, ýmislegt (t.d. leigubílar) eða notkun (t.d vinna á tækjum). Í skýrslunni kemur fram dagsetning, verkefni, verkhluti, verkbeiðni, verktegund, skýring, staða, starfsmaður og tímar.
Hægt er að taka skýrsluna út í Excel.