Starfsmenn í sjálfsafgreiðslu og yfirmenn (fyrir sína starfsmenn)
Starfsmenn geti fylgst með sinni verkskráningu
Fara í ábyrgðasvið Tímafærslur -> Tímafærslur. Í tímafærslumyndinni er Verkskráning valin.
Þegar starfsmaður velur verkskráningu birtist verkskráning í flipamynd. Nýr Yfirlitsflipi birtist þar sem starfsmaður getur leitað eftir sínum verkskráningum eftir tímabili, verkefni og verkhluta.
Hann getur tekið niðurstöðu út í Excel.
Ef starfsmaður er skráður verkefnastjóri getur hann einnig valið að leita eftir verknúmeri fyrir allar verkskráningar sem til eru á stofnun (sjá hér).
Verknúmer:
Ef leitað er eftir 1624 og ekki merkt við ‚Inniheldur‘ þá koma einungis skráningar á verknúmeri 1624. Ef merkt við ‚Inniheldur‘ þá koma allar skráningar á verknúmer sem innihalda 1624.
Ef leitað eftir ‚stjórnun‘ þá koma allar skráningar á öll verknúmer þar sem heiti inniheldur ‚stjórnun‘.
Verkhluti:
Hægt að þrengja leitina með því að setja leitarskilyrði á verkhlutana
Uppgjörstímabil:
Birtir sjálfkrafa síðasta uppgjörstímabil. Í vallistanum er hægt að velja viku í stað uppgjörstímabils.
Vika:
Birtir vikur.
Tímabil:
Ef verið er að skoða skráningar óháð uppgjörstímabilum eða vikum.
Hægt að taka listann út í excel og raða eftir öllum dálkum með því að smella á dálkaheitið.