Skrá fjarvistir yfir tímabil (fæðingarorlof) á starfsmann

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, launadeild.

 

Tilgangur

Skrá fjavistir á starfsmann yfir tímabil, t.d. fæðingarorlof.

 

Áður gert

Starfsmaður tengdur í VS.

 

Hvar og hvernig gert

Hægt að fara í

Tímafærslur ->Tímafærslur

Yfirfara -> Tímar

Yfirfara -> Tímar dagur  

 

Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja starfsmanninn sem skrá á fjarvistina á.

 

Smelltu á hnappinn image70.gif til að fá upp skráningargluggann.

 

Í skráningarglugganum er sett inn tímabil fjavistar (fæðingarorlofs). Athugið að aðeins er hægt að skrá fjarvistir yfir 62 daga í einu. Athuga þarf að rétt tímabil sé valið í tímafærslumyndinni. Aðeins er hægt að skrá innan valins tímabils.

Ef skrá þarf út fyrir þetta tímabil þarf að passa að breyta tímabilinu og smella á Leita hnappinn til að tímabilið uppfærist.

 

Tímadálkarnir eru hafðir auðir.

 

Í vallistanum "Fjarvistategund" er valið "Fæðingarorlof", eða önnur fjarvistategund ef við á.

 

Hægt er að samþykkja strax með því að setja stöðu færslu í samþykkt.

Smelltu á "Vista" hnappinn.

 

skra_faedingarorlof01.gif

 

Þessa aðferð er hægt að nota til þess að skrá aðrar tegundir af fjarvist yfir tímabil.