Í Stund er haldið utan um það hvaða rétt til launa starfsmaður hefur unnið sér inn vegna veikinda barna.
Réttur til launa vegna veikinda barna fer eftir ákvæðum þess kjarasamnings sem viðkomandi starf tilheyrir.
Veikindaréttur barna er skilgreindur miðlægt í kerfinu og síðan tengdur við kjarasamning.
Réttur v/veikinda barna er reiknaður niður á almanaksár eða ár aftur í tímann. Þetta er stillingaratriði á veikindaréttinum.
Á myndinni hér fyrir neðan er dæmi um mismunandi útreikning.
Rétturinn er X dagar á ári og miðast við starfshlutfall á hverjum tíma.
Veikindaréttur v/barna er reiknaður í tímum.
Nýr starfsmaður á engan rétt fyrsta mánuðinn en fullan rétt við upphaf 2. mánaðar.
1. janúar er starfsmaður reiknaður með fullan rétt og síðan dregst af honum þegar veikindin telja inn (miðað við á ársgrundvelli).
Enginn flutningur er á réttindum eða úttekt milli ára.
Nokkur dæmi miðað við að reiknað sé ár aftur í tímann:
Starfsmaður í 50% starfi og ef dagafjöldi réttar = 10 á ári.
Í upphafi árs á starfsmaður 10 * 8 tíma * 50% = 40 tíma.
Ef starfsmaður er búinn að vera fjarverandi 10 tíma vegna veikinda barna þann 1. júní er staðan á veikindaréttinum = 40 - 10 = 30 tímar.
2. Starfsmaður er í 80% vinnu 1. janúar en eykur síðan í 100% 1. mars
Rétturinn miðað við 1. apríl er þá miðað við 100% starfshlutfall.
3. Starfsmaður er í 100% vinnu 1. jan og minnkar síðan í 80% 1. mars
Rétturinn þann 1. apríl er þá miðaður við 80% starfshlutfall.
4. Ef starfsmaður hefur störf 1. febrúar í 100% starfi.
Réttur hans 1. febrúar: enginn réttur.
Réttur hans 1. mars: fullur réttur miðað við 100% starfshlutfall.
Réttur hans 1. desember: fullur réttur miðað við 100%.
5. Starfsmaður er í starfi 1. jan en hættir í starfi 31. jan og hefur síðan störf aftur 1. apríl.
Fullur réttur miðað við 100% starf frá 1.maí.
Skilgreina veikindarétt v/barna:
Vinnuleið: Samningar->Veikindaréttindi v/barna.
Til að nýskrá er smellt á nýskrátáknið efst í hægra horni myndarinnar.
Ef breyta á eða skilgreina réttindin er smellt á heiti.
Tengja veikindaréttindi v/barna við kjarasamning.
Vinnuleið: Samningar->Samningar.
Setja inn leitarskilyrði og smella á Leita hnappinn. Smella á heiti samningsins sem tengja á réttindin við.
Flipinn Veikindaréttindi v/barna.
Réttindi eru tengd við samninginn með því að smella á Nýskrá hnappinn.
Ef smellt er á heiti réttinda er hægt að breyta réttindum og einnig sést við hvaða samninga búið er að tengja réttindin.
Skilgreina fjarvistaflokk fyrir veikindarétt v/barna:
Vinnuleið: Samningar->Flokkun fjarvista
Skilgreina fjarvistategund:
Skilgreina þarf síðan fjarvistategund fyrir réttindin sem síðan er notuð til að fylla upp í vinnutíma sem starfsmaður er frá vegna veikinda barna.
Vinnuleið: Stýringar ->Fjarvistategund.
Sjá nánar Fjarvistategundir.