Mögulegar skráningar á kaffitímum vaktavinnumanna

Kaffitímar greiddir sem viðbót – starfsmaður í 100% starfi

Lengd kaffitíma sótt í samning starfsmanns.

Launategundin „Launategund v/kaffitíma vaktavinnumanna í yfirvinnu“ sem er skilgreind á kjarasamningi notuð í útreikningi kaffitíma.

Vinnuskyldan er lesin af kjarasamningi nema að eitthvað sé skráð á starfsmanninn í „samkomulag um klst. á viku ef annað en starfshlutfall“ í „nánar“ flipa starfsmanns.

 

Autt í kaffitímar – starfsmaður í hlutastarfi og 100% starfsmenn

Engir kaffitímar reiknaðir.

Vinnuskyldan er lesin af kjarasamningi nema að eitthvað sé skráð á starfsmanninn í „samkomulag um klst. á viku ef annað en starfshlutfall“ í „nánar“ flipa starfsmanns.

Orlofsúttekt

Ef til eru vaktir þegar starfsmaður skráir sig í orlof þá er orlof skráð á þær vaktir.

Ef engar vaktir eru til þá setur kerfið niður meðaltalsvaktir.

Vinnuskyldan er lesin úr svæðinu „Vinnustundir á viku“ á kjarasamningi. Reiknuð er út hver hlutfallsleg vinnuskylda er út frá starfshlutfalli. Settar eru niður meðaltalsvaktir sem uppfylla þessa vinnuskyldu. Aðeins eru settar niður meðaltalsvaktir á virka daga (ef flokkurinn "Leyfisréttindi" er skilgreindur með "Nei" í meðaltalsreglu. Það er skráð undir Samningar->Flokkun fjarvista).

 

Þegar settar eru niður meðaltalsvaktir er aðeins tekið mið af svæðinu „Vinnustundir á viku“ á kjarasamningi.  Ef eitthvað er skráð á starfsmanninn í „samkomulag um klst. á viku ef annað en starfshlutfall“ í „nánar“ flipa starfsmanns er það ekki notað við útreikning meðaltalsvakta.

 

Kaffitími reikniregla

Kaffitímar reiknast þá samkvæmt kaffitímareiknireglu á viðkomandi kjarasamningi.

Dæmi:

Starfsmaður á að fá 0.25 klst í yfirvinnu, ef hann hefur lágmarksviðveru tvo tíma á milli 8:00-12:00  og 0.33 klst í yfirvinnu ef hann er með lágmarksviðveru tvo tíma á tímabilinu 13:00 - 23:59.

reikniregla_lagmarksvidvera.gif

 

Útreikningur vinnuskyldu vaktavinnumanna

Við útreikning á vinnuskyldu í bunkavinnslunni þá er alltaf athugað fyrst hvort einhver vinnuskylda á viku sé skráð á starfsmanninn („nánar“ flipinn).  Ef svo er þá er hún notuð við útreikning á vinnuskyldu.

Ef ekkert er skráð í þetta svæði er náð í vinnuskyldu á viku úr svæðinu „Vinnustundir á viku“ á kjarasamningi og hún notuð við útreikning á vinnuskyldu (ef starfsmaður er í hlutastarfi er vinnuskyldan reiknuð hlutfallslega).