Staða leyfa - öll leyfi

Ef starfsmaður sinnir mörgum mismunandi störfum og yfirmaður hans hefur aðgang að fleiri en einu starfi starfsmanns þá birtist nýr tengill „Öll leyfi“ á síðu Starfsmenn -> Leyfi. Ef ýtt er á þann tengil birtast leyfismyndir fyrir öll störf viðkomandi starfsmanns sem yfirmaður hans hefur aðgang að.

Hver framkvæmir

Starfsmaður, næsti yfirmaður eða launafulltrúi.

Tilgangur

Yfirmaður eða launadeild stofnunar geta skoðað leyfisrétt á öllum störfum starfsmanns.

Einnig getur starfsmaðurinn sjálfur fylgst með leyfisstöðu sinni í sjálfsþjónustu.

Áður gert

Starfsmaður tengdur við VS

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðarsvið Starfsmenn, aðgerðina Leyfi og velja starfsmann úr lista.

Smella á hlekkinn Öll leyfi.

leyfi_hlekkur_oll_storf.gif

 

Eftir að smellt er á hlekkinn Öll leyfi.

 

leyfismynd_oll_storf.gif